Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fjallar um kosningarnar alla helgina en á laugardagskvöld klukkan 20.30 hefst kosningaútsendingin sjálf og stendur fram á nótt.
„Það má búast við mikilli spennu,“ sagði Sigurveig Jónsdóttir í upphafi kosningavökunnar árið 1991. „Við ætlum að búa til lifandi sjónvarp,“ bætti þá Sigmundur Ernir við.
Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fyrstu þremur klukkustundunum af kosningasjónvarpi Stöðvar 2 fyrir kosningarnar til Alþingis árið 1991.
Í klippunni hér fyrir neðan má sjá bak við tjöldin við gerð kosningasjónvarps Stöðvar 2 árið 2006. Kristján Már Unnarsson er þar í essinu sínu í undirbúningi ásamt góðum hópi.