„Já, mér finnst þetta hafa verið frekar bleik kosningabarátta. Allt svona frekar jákvætt og skemmtilegt.“
Kristján tók undir það, alla vega hvað varðar stjórnmálamennina sjálfa.
„Það eru kannski einhverir úti í bæ við tölvu að skjóta, en það er miklu minna núna en síðast. Flokkarnir tóku sig, held ég, saman um að vera ekki með þessi myndbönd til að rægja fólk, nafnlaust. Sem betur fer erum við laus við það núna.“