Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni þar sem annað framdekkið vantaði á bílinn og maðurinn hafði ekið á þrjár bifreiðar. Hann var vistaður fyrir rannókn málsins í fangageymslum.
Þá hafði ölvaður farþegi bifreiðarinnar læst sig inni í bílnum og neitaði að koma út fyrir lögreglu þegar dráttarbifreið frá Króki kom til að fjarlægja bifreiðina. Farþeginn var síðar handtekinn fyrir að fara ekki að tilmælum lögreglu og vistaður í fangageymslum fyrir rannsókn málsins.