Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 10:31 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segjast sjaldan hafa verið ánægðari. Hún sagði flokk sinn alltaf hafa mælst með miklu minna fylgi í könnunum en komi svo upp úr kjörkössunum. Flokkurinn á huldufylgi sem er eldra fólk sem skilur ekkert þetta punktur is. Vísir/Elín Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Inga var, ásamt Katrínu Jakobsdóttur Vinstri grænum, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn og Halldóru Mogensen Pírötum, gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. Hún segir að brosið hafi verið fast á andliti sínu eftir kosninganóttina. Inga segist jafnframt vön því að Flokkur fólksins hafi verið að mælast miklu minni í könnunum en í kosningum. Spurð að ástæðunni fyrir því sagði hún að um væri að ræða netkannanir. „Þar er stór hópur sem ekki tekur þátt í því sem er eldra fólk. Það hefur verið skilið út undan þegar netið er annars vegar. Það skilur ekki þetta punktur is og við vissum að við ættum huldufylgi.“ Katrín sagði að það lægi fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir myndu nú setjast niður en fráfarandi ríkisstjórn heldur vel sínu þó Vinstri græn hafi tapað manni. „Þegar ég fór inn í þessa ríkisstjórn var sagt að flokkurinn myndi hverfa og ég tók mikla pólitíska áhættu. Þessi niðurstaða, þeir sem spáðu mér tortímingu höfðu ekki rétt fyrir sér.“ Þorgerður Katrín sagðist geta unað bærilega við niðurstöðuna, Viðreisn hafi bætt við sig þingmann og flokkurinn er að styrkja sig á landsbyggðinni. En hún viðurkenndi að hún hafði vonast eftir meira fylgi. „Það var eitt og annað sem setti strik í reikninginn. Þessi ríkisstjórn heldur. Mitt mat er að Vinstri græn geti ekki farið í ríkisstjórnina nema Katrín verði forsætisráðherra og þá fer þetta bara eftir því hversu hart Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sækja það. En það er ekki sanngjarnt að allt niðurrifið á ríkisstjórninni lendi á Vg.“ Halldóra segir að þeir flokkar sem hafi lagt áherslu á loftslagsmálin hafi tapað. En það sé eitt og annað jákvætt sem lesa megi úr niðurstöðunni. Lenya Rún Taha Karim er yngsti kjörni þingmaður sögunnar og nú eru meirihluti þingliðsins konur. En það lítur út fyrir að „áfram verði einhver íhaldsstjórn. Nema það sé hægt að plata Framsókn yfir í bjartari tíma. Klárlega ætlaði stjórnarandstaðan sér meira. En Vinstri græn komu Sjálfstæðisflokknum aftur til valda og þessi er niðurstaðan.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar fara fram athyglisverðar umræður þar sem farið er vandlega yfir þá stöðu sem upp er komin í íslenskum stjórnmálum.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15