Lífið

R&B-stjarnan Andrea Martin er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Andrea Martin á tónleikum árið 2015.
Andrea Martin á tónleikum árið 2015. Getty

Bandaríski lagasmiðurinn, söngkonan og tónlistarframleiðandinn Andrea Martin er látin, 49 ára að aldri. Greint var frá fráfalli Martin á Instagram-síðu söngkonunnar.

Martin átti fjölda þekktra laga sem hún flutti sjálf. Hún gerði þó garðinn helst frægan fyrir lagasmíðar sínar en hún starfaði með stjörnum á borð við som Leona Lewis, Toni Braxton, Naughty Boy og Jennifer Hudson.

Martin samdi meðal annars lagið Don’t let go (love) með En Vogue, Before you walk out of my life með söngkonunni Monicu og Wish I didn’t miss you með Angie Stones.

Fyrsta plata Martins, The Best of Me, kom út árið 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.