RIFF 2021 hefst í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 09:00 RIFF fer fram 30. september til 10. október. RIFF RIFF 2021 hefst í dag, 30. september, Í átjánda sinn fer RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, af stað. Fyrsti dagurinn er með viðburðaríku móti. Hér fyrir neðan má finna nokkra hápunkta en alla dagskránna má nálgast á vef hátíðarinnar. Leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier, og tónlistarkonunni Debbie Harry eru afhent heiðursverðlaun kvikmyndahátíðarinnar af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Mia Hansen Meistaraspjall með Mia Hansen-Løve og Joachim Trier fer fram í Gamla bíói kl. 12. Aðgangur er ókeypis og frjáls öllum. Umræðum stýra íslensku leikstjórarnir Ása Helga Hjörleifsdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Joachim Trier Setningarathöfn og sýning á opnunarmynd hátíðarinnar, Versta manneskja í heimi, nýjasta verki heiðursverðlaunahafans Joachim Trier, fer fram í Gamla bíói. Á undan er stuttmynd Kristín Bjarkar Kristjánsdóttur (einnig þekkt sem tónlistarkonan Kira Kira), Eldingar eins og við, sýnd. Hátíðargusan verður í höndum Sverrirs Þórs Sverrissonar (Sveppa), leikara. The Worst Person In The World Formleg kvikmyndadagskrá hefst kl. 17 í Bíó Paradís, megin sýningarstað hátíðarinnar og stendur yfir fram yfir miðnætti. Hápunktur eru meðal annars sýning á Even Dwarfs Started Small (1970) kl. 17.15, einstakri perlu leikstjórans fræga Werner Herzog. Joachim Trier svarar einnig spurningum eftir mynd sína, Louder Than Bombs (2015), sem er sýnd kl. 17. Opnunarmyndin, Versta manneskja í heimi, er einnig sýnd kl. 21.15 í Bíó Paradís. Á föstudeginum verða einnig spurt og svarað sýningar á nýjustu mynd Miu. Hansen-Løve, Bergman eyja, kl. 18.45 en einnig á kvikmyndinni Eden kl. 17.00. Danski leikstjórinn Sören Kragh-Jakobsen, einn af leikstjórum Borgen þáttanna og stofnenda Dogma hreyfingarinnar, verður viðstaddur sýningu nýjustu mynd sinnar, Lille Sommerfugl á laugardaginn kl. 20.50. Pegasus er einn af framleiðendum myndarinnar og Gunnar Jónsson leikari fer með hlutverk. Bergman Island 85 myndir frá 61 landi RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur yfir frá 30. september til 10. október. Hún er nú haldin í átjánda sinn og eru sýndar 85 myndir í fullri lengd frá 61 landi. Þar að auki verða fjöldi stuttmynda sýndar ásamt sérstakri barnadagskrá. Tæpum helming (46%) kvikmyndanna er leikstýrt af konum. Í annað sinn er stór hluti hátíðarinnar einnig aðgengilegur á netinu í gegnum RIFF HEIMA. Heiðursgestir eru leikstjórarnir Mia Hansen-Løve og Joachim Trier, leikkonan Trine Dyrholm og Debbie Harry, söngkona sveitarinnar Blondie. Meistaraspjöll og sérviðburðir eru haldnir með þessum einstöku listamönnum. Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFFAðsent Alls konar sérviðburðir: bílabíó, hellabíó, sundbíó, BDSM bíókynning, Nýjasta tækni og kvikmyndir, DJ Björk, Saga Borgarættarinnar, vínsmökkun – eitthvað fyrir alla! Í Vitrunum tefla nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Í öðrum flokkum má finna sér framsæknar og spennandi kvikmyndir úr öllum áttum. Heimildarmyndir, teiknimyndir, tónlistarmyndir, listrænar leiknar myndir. Flokkurinn Önnur framtíð býður upp á áhrifamiklar heimildarmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum! Aldrei hafa jafn margar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd verið á dagskrá. Hollenskar kvikmyndir eru í brennidepli. Bransadagar RIFF fara fram í Norræna húsinu þar sem kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki gefst tækifæri að mynda tengsl og fræðast. Miðasala fer fram hér og dagskrárbæklingur fæst hér. Upplýsinga- og gestastofa RIFF, Aðalstræti 2 í Reykjavík, er opin 24.09 – 09.10 frá 11- 18. Bíó og sjónvarp RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Tengdar fréttir Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrsti dagurinn er með viðburðaríku móti. Hér fyrir neðan má finna nokkra hápunkta en alla dagskránna má nálgast á vef hátíðarinnar. Leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier, og tónlistarkonunni Debbie Harry eru afhent heiðursverðlaun kvikmyndahátíðarinnar af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Mia Hansen Meistaraspjall með Mia Hansen-Løve og Joachim Trier fer fram í Gamla bíói kl. 12. Aðgangur er ókeypis og frjáls öllum. Umræðum stýra íslensku leikstjórarnir Ása Helga Hjörleifsdóttir og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Joachim Trier Setningarathöfn og sýning á opnunarmynd hátíðarinnar, Versta manneskja í heimi, nýjasta verki heiðursverðlaunahafans Joachim Trier, fer fram í Gamla bíói. Á undan er stuttmynd Kristín Bjarkar Kristjánsdóttur (einnig þekkt sem tónlistarkonan Kira Kira), Eldingar eins og við, sýnd. Hátíðargusan verður í höndum Sverrirs Þórs Sverrissonar (Sveppa), leikara. The Worst Person In The World Formleg kvikmyndadagskrá hefst kl. 17 í Bíó Paradís, megin sýningarstað hátíðarinnar og stendur yfir fram yfir miðnætti. Hápunktur eru meðal annars sýning á Even Dwarfs Started Small (1970) kl. 17.15, einstakri perlu leikstjórans fræga Werner Herzog. Joachim Trier svarar einnig spurningum eftir mynd sína, Louder Than Bombs (2015), sem er sýnd kl. 17. Opnunarmyndin, Versta manneskja í heimi, er einnig sýnd kl. 21.15 í Bíó Paradís. Á föstudeginum verða einnig spurt og svarað sýningar á nýjustu mynd Miu. Hansen-Løve, Bergman eyja, kl. 18.45 en einnig á kvikmyndinni Eden kl. 17.00. Danski leikstjórinn Sören Kragh-Jakobsen, einn af leikstjórum Borgen þáttanna og stofnenda Dogma hreyfingarinnar, verður viðstaddur sýningu nýjustu mynd sinnar, Lille Sommerfugl á laugardaginn kl. 20.50. Pegasus er einn af framleiðendum myndarinnar og Gunnar Jónsson leikari fer með hlutverk. Bergman Island 85 myndir frá 61 landi RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, stendur yfir frá 30. september til 10. október. Hún er nú haldin í átjánda sinn og eru sýndar 85 myndir í fullri lengd frá 61 landi. Þar að auki verða fjöldi stuttmynda sýndar ásamt sérstakri barnadagskrá. Tæpum helming (46%) kvikmyndanna er leikstýrt af konum. Í annað sinn er stór hluti hátíðarinnar einnig aðgengilegur á netinu í gegnum RIFF HEIMA. Heiðursgestir eru leikstjórarnir Mia Hansen-Løve og Joachim Trier, leikkonan Trine Dyrholm og Debbie Harry, söngkona sveitarinnar Blondie. Meistaraspjöll og sérviðburðir eru haldnir með þessum einstöku listamönnum. Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFFAðsent Alls konar sérviðburðir: bílabíó, hellabíó, sundbíó, BDSM bíókynning, Nýjasta tækni og kvikmyndir, DJ Björk, Saga Borgarættarinnar, vínsmökkun – eitthvað fyrir alla! Í Vitrunum tefla nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Í öðrum flokkum má finna sér framsæknar og spennandi kvikmyndir úr öllum áttum. Heimildarmyndir, teiknimyndir, tónlistarmyndir, listrænar leiknar myndir. Flokkurinn Önnur framtíð býður upp á áhrifamiklar heimildarmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum! Aldrei hafa jafn margar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd verið á dagskrá. Hollenskar kvikmyndir eru í brennidepli. Bransadagar RIFF fara fram í Norræna húsinu þar sem kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki gefst tækifæri að mynda tengsl og fræðast. Miðasala fer fram hér og dagskrárbæklingur fæst hér. Upplýsinga- og gestastofa RIFF, Aðalstræti 2 í Reykjavík, er opin 24.09 – 09.10 frá 11- 18.
Bíó og sjónvarp RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Hollywood Tengdar fréttir Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Frumsýning: „Riff Royale“ með Tómasi Lemarquis og Halldóru Geirharðs Í dag frumsýnum við hér á Vísi nýtt verkefni eftir leikstjórann Baldvin Albertsson. RIFF kynnir með stolti verkið „RIFF Royale.“ 28. september 2021 18:00