Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 23:52 Karl Gauti Hjaltason og Helga Vala Helgadóttir eru sammála um að staðan sé snúin Vísir Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. „Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira