Telur að fjöldi muni leita réttar síns sama hvað verður ákveðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2021 12:00 Helga Vala Helgadóttir telur að fjölmargir muni leitar réttar síns sama hver niðurstaða kjörbréfanefndar verður.Magnús Davíð Norðdahl kærir framkvæmd talningarinnar í Norðvesturkjördæmi til Alþingis í dag. Vísir Samfylkingin virðist vera eini flokkurinn sem hefur þegar tilnefnt fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða. Hinir flokkarnir gera það síðar í dag. Oddviti Pirata hyggst kæra kosningarnar til Alþingis í dag. Þingmaður Samfylkingarinn segir líkur á að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns. Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Landskjörstjórn kemur saman í dag klukkan fjögur í dag til að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir alþingiskosningarnar. Umboðsmönnum þeirra stjórnmálasamtaka sem buðu fram er gefinn kostur á að koma til fundarins, í húsnæði nefndasviðs Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Þá óskar þingforseti eftir tilnefningu frá þingflokksformönnum um fulltrúa í kjörbréfanefnd til bráðabirgða sem undirbýr rannsókn og fer yfir ágreiningsmál ef einhver eru varðandi alþingiskosningarnar. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti hefur sagst ætla að klára málið þannig að nefndin geti komið saman á fyrsta fundi á mánudag. Þórunn Sveinbjarnadóttir fyrir Samfylkingu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Samfylkingin búin að tilnefna Þórunni Sveinbjarnardóttur í kjörbréfanefnd en hún er kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi. Hinir flokkarnir ákveða sína fulltrúa síðar í dag. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir að við valið hafi verið horft til nokkurra þátta. „Við hugsuðum þetta aðeins og ákváðum að það væri hvorki uppbótarþingmaður sem málið varðar sem tæki sæti né heldur þingmenn Reykjavíkurkjördæma. Ástæðan er sú að þar erum við í þeirri stöðu að vera með einstakling sem datt út af þingi og annan sem datt inn.“ segir Helga Vala. Hún segir stöðuna afar flókna. „Ég held að fjöldi einstaklinga muni leita réttar síns sama hvað kjörbréfanefnd ákveður. Við í Samfylkingunni höfum kallað til okkar sérfræðinga vegna stöðunnar í Norðvesturkjördæmi og kannski best að segja sem minnst. Þetta er auðvitað alveg ferlegt mál og mjög alvarlegt. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr rannsókn kjörbréfanefndar,“ segir Helga. Kærir til Alþingis í dag Magnús Davíð Norðdahl Pírati ætlar síðar í dag að skila inn kæru til Alþingis vegna framkvæmdar kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Píratar Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31 Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31 Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. 30. september 2021 19:31
Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. 30. september 2021 11:31
Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. 29. september 2021 23:52