Endurtakning kosninga í Norðvesturkjördæmi sé eina leiðin til að leysa þann vanda sem upp sé kominn.
Magnús mætti á Alþingi í dag og afhenti Willum Þór Þórsson, starfandi þingforseta, kæru sína rétt fyrir klukkan eitt.
„Uppspretta valdsins í okkar samfélagi er í þingkosningum. Löggjafarvaldið velur síðan hverjir fara með framkvæmdarvald sem síðan skipar þá sem fara með dómsvald. Heilindi kerfisins í heild eru undir í þessu máli,“ segir Magnús.
„Allar málsástæður kærunnar, hver um sig og eins allar saman, fela í sér ógildingarannmarka sem eru til þess fallnir að draga úr trúverðugleika talningarinnar, sama hvort litið er til fyrri eða síðari talningarinnar, starfa yfirkjörstjórnar í heild og þar með trúverðugleika kosninganna sem fram fóru í kjördæminu.“
Hann segir næstu skref í sínum huga augljós.
„Eina leiðin til að leysa þann vanda sem við blasir er að skipa nýja og hæfa yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi og endurtaka kosningarnar þannig að hafið sé yfir allan vafa að farið sé eftir lögum og reglum. Það er sanngjörn og réttmæt krafa okkar frambjóðenda og ekki síst kjósenda í kjördæminu.“