„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 22:25 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, hrósaði sínu liði og stuðningsmönnum þess í leikslok. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga. „Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
„Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
„Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02
„Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38