Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 21:39 Jóhann K. Jóhannsson er slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Myndin er tekin í sumar. Slökkvilið fjallabyggðar Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“ Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46