„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 4. október 2021 18:55 Davíð Kristinsson er varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu. Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Leitar að rangfeðruðum: „Allt í einu skilur það af hverju það hlær svona hátt“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlýta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Sjá meira
Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu.
Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Leitar að rangfeðruðum: „Allt í einu skilur það af hverju það hlær svona hátt“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlýta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Sjá meira
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29