Stjórnmál geta verið mikil hitamál og forðast sumir það eins og heitan eldinn að ræða stjórnmál við vini eða fjölskyldu, sérstaklega þegar vitað er fyrir að fólk hafi mjög ólíkar skoðanir.
Þegar kemur að ástarsamböndum virðast þó flestir vera á sömu eða svipaðri skoðun þegar kemur að stjórnmálum ef marka má þessar niðurstöður. Aðeins 13% svara því að vera mjög ósammála maka sínum þegar kemur að stjórnmálum og 6% segjast aldrei ræða stjórnmál við makann.
Mikill meirihluti eða 81% lesenda segjast annað hvort kjósa sama flokk og makinn eða vera frekar sammála um stjórnmál.
Niðurstöður*
- Já, við erum mjög samstíga í stjórnmálum - 25%
- Höfum gert það, en ekki alltaf - 29%
- Við ræðum ekki stjórnmál - 6%
- Nei, en við erum frekar sammála um stjórnmál - 27%
- Nei, við erum mjög ósammála um stjórnmál - 13%
Ertu búin(n) að svara nýjustu Spurningu vikunnar?
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.