Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. október 2021 22:05 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Sigurjón Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. „Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“ Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
„Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“
Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15