Forsetafrúin spyr: #erukonurtil? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2021 11:47 Hvar er Eliza? Eliza Reid forsetafrú spyr að því á Facebook í dag hvort konur séu ekki til en tilefnið er myndatexti sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Textinn fylgir mynd af Elizu heilsa Friðriki krónprinsi Danmerkur en forsetafrúarinnar er hvergi getið. „Í stuttu máli er myndatextinn á forsíðu blaðsins í dag svona: Einn karlmaður sem ber nafn kom í kvöldverð hjá öðrum karlmanni sem ber nafn. Með gestinum var þriðji karlmaðurinn sem heitir líka nafni [sést ekki á myndinni]. Meira var það ekki,“ segir Eliza á Facebook. Færsluna taggar hún með myllumerkinu #erukonurtil og á ensku #dowomenexist. Fjölmargir hafa „like“-að færsluna og lýst hneykslan sinni á vinnubrögðum blaðsins. Myndatextinn ber yfirskriftina „Ræddu saman yfir kvöldverði“ og er svohljóðandi: „Friðrik krónprins Danmerkur kom hingað til lands í gær og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Með prinsinum í för var utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og sendinefnd tíu danskra fyrirtækja og samtaka. Prinsinn og sendinefndin eru hér á landi til þess að styrkja viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Friðrik krónprins mun ræða við leiðandi aðila í þróun orkumála hér á landi meðan á heimsókn hans stendur. Er landið fyrsti áfangastaður krónprinsins í ferðum hans í þágu Danmerkur eftir heimsfaraldurinn. Kvöldverðinn á Bessastöðum í gær sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
„Í stuttu máli er myndatextinn á forsíðu blaðsins í dag svona: Einn karlmaður sem ber nafn kom í kvöldverð hjá öðrum karlmanni sem ber nafn. Með gestinum var þriðji karlmaðurinn sem heitir líka nafni [sést ekki á myndinni]. Meira var það ekki,“ segir Eliza á Facebook. Færsluna taggar hún með myllumerkinu #erukonurtil og á ensku #dowomenexist. Fjölmargir hafa „like“-að færsluna og lýst hneykslan sinni á vinnubrögðum blaðsins. Myndatextinn ber yfirskriftina „Ræddu saman yfir kvöldverði“ og er svohljóðandi: „Friðrik krónprins Danmerkur kom hingað til lands í gær og snæddi kvöldverð á Bessastöðum með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Með prinsinum í för var utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og sendinefnd tíu danskra fyrirtækja og samtaka. Prinsinn og sendinefndin eru hér á landi til þess að styrkja viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Friðrik krónprins mun ræða við leiðandi aðila í þróun orkumála hér á landi meðan á heimsókn hans stendur. Er landið fyrsti áfangastaður krónprinsins í ferðum hans í þágu Danmerkur eftir heimsfaraldurinn. Kvöldverðinn á Bessastöðum í gær sátu einnig Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira