Loftslagsmál vega þungt í stjórnarmyndunarviðræðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. október 2021 13:22 Katrín Jakobsdóttir gekk bjartsýn til fundarins í dag og sagði aðalverkefni næstu daga að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. vísir/vilhelm Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda áfram í dag og reyna að finna leiðir til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Framsókn og Vinstri græn leggja mikla áherslu á loftslagsmál á komandi kjörtímabili en sýn þeirra á málaflokkinn er enn ólík. Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar." Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa gengið fremur hægt og er ljóst að flokkarnir eigi enn eftir að ná saman í nokkrum stórum málum. En hvar er lengst á milli manna? „Ja, það er nú kannski erfitt að segja til um það. Ég meina við erum auðvitað búin að vera að nota töluverðan tíma til að ræða þau mál sem kláruðust ekki á síðasta kjörtímabili. En við erum í dag að fara að ræða svona frekari framtíðarmál," sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Helsta verkefni næstu daga yrði að ná saman um loftslagsmál og félagsmál. Þar mætti finna mismunandi áherslur milli flokka. Viðræðurnar ganga þó ágætlega að hennar sögn og hún er bjartsýn á framhaldið. Þjóðgarðurinn verður áfram mál fyrir VG „Þær standa þar að við erum áfram að fara yfir stóru málin og við erum auðvitað núna að fara yfir okkar áherslumál. Þetta eru þrír ólíkir flokkar með ólíkar áherslur og þar erum við [VG] auðvitað að leggja mjög mikla áherslu á að það verði metnaðarfyllri markmið, til dæmis í loftslagsmálum og skýrar félagslegar áherslur marki kjörtímabilið fram undan. Er þjóðgarðurinn stórt mál þar? „Þjóðgarðurinn hefur verið og verður áfram mál fyrir okkur í VG," sagði Katrín. Bæði henni og Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins var tíðrætt um loftslagsmál fyrir fundinn í dag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki veita viðtal. „Þetta hafa meðal annars verið orkumálin og rammaáætlun og slíkir hlutir en það er engin launung," sagi Sigurður Ingi. Sigurður Ingi sagði viðræðurnar á einhverri hreyfingu þó sú hreyfing væri mögulega hæg.vísir/vilhelm „Við kláruðum það ekki fyrir fjórum árum og það er mikilvægt að klára það núna vegna þess að það er jú hluti af áskorunum í loftslagsmálum að takast á við grænar fjárfestingar."
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira