Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. október 2021 12:29 Björgunarsveitir eru komnar í vetragírinn. Myndin er úr safni. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi en viðvaranir verða í gildi fram á nótt á suðurströndinni. Á Vestfjörðum verður í gildi gul viðvörun fram til hádegis á morgun. Snjó festi víða á Suður- og Vesturlandi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu mun vinstyrkur ná allt að 25 metrum á sekúndu að jafnaði á suðurströndinni og því ekki ólíklegt að einhverjar truflanir verði á samgöngum. Á Vestfjörðum verður aðeins minni vindur en gert er ráð fyrir hríð á svæðinu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir tilbúna fyrir daginn. „Staðan er eiginlega bara þannig hjá björgunarsveitum í dag að við erum eins og alltaf með björgunarsveitir hringinn í kringum landið sem eru klárar til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við höfum nú fengið tvær hressilegar haustlægðir hingað til þannig að flestar sveitir eru komnar alveg í gírinn fyrir veturinn og búnir að gíra sig svona upp vetraraðstæður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir eru ekki með sérstakan viðbúnað í dag vegna veðurs en Davíð segir björgunarsveitarmenn alltaf vera á tánum og sveitirnar tilbúnar ef kallið kemur. Þá segir Davíð að það sé mikilvægt að fólk fari varlega þegar viðvaranir sem þessar eru í gildi. „Nú eru veðurfræðingar að vara við því að það gæti snjóað á fjallvegum þannig það er bara mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að vera ekki á van búnum bílum á ferðalagi á einhverjum vegum þar sem er annað hvort hætta á miklum hviðum eða hreinlega bara ófært,“ segir Davíð. „Þannig ég hvet alla til að fylgast bara vel með veðurupplýsingum og upplýsingum um færð á vegum áður en þeir halda í einhver ferðalög, eða hinkri bara á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð Már. Seinni partinn á morgun er síðan gert ráð fyrir öðrum hvelli á Vestfjörðum og Breiðafirði og verða gular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Þá verður tekin ákvörðun síðdegis í dag um hvort rýma eigi hús á Seyðisfirði í ljósi úrkomu og skriðuhættu. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fyrstu viðvaranir taka gildi klukkan 14 á Suðurlandi en viðvaranir verða í gildi fram á nótt á suðurströndinni. Á Vestfjörðum verður í gildi gul viðvörun fram til hádegis á morgun. Snjó festi víða á Suður- og Vesturlandi í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu mun vinstyrkur ná allt að 25 metrum á sekúndu að jafnaði á suðurströndinni og því ekki ólíklegt að einhverjar truflanir verði á samgöngum. Á Vestfjörðum verður aðeins minni vindur en gert er ráð fyrir hríð á svæðinu. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir tilbúna fyrir daginn. „Staðan er eiginlega bara þannig hjá björgunarsveitum í dag að við erum eins og alltaf með björgunarsveitir hringinn í kringum landið sem eru klárar til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Við höfum nú fengið tvær hressilegar haustlægðir hingað til þannig að flestar sveitir eru komnar alveg í gírinn fyrir veturinn og búnir að gíra sig svona upp vetraraðstæður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir eru ekki með sérstakan viðbúnað í dag vegna veðurs en Davíð segir björgunarsveitarmenn alltaf vera á tánum og sveitirnar tilbúnar ef kallið kemur. Þá segir Davíð að það sé mikilvægt að fólk fari varlega þegar viðvaranir sem þessar eru í gildi. „Nú eru veðurfræðingar að vara við því að það gæti snjóað á fjallvegum þannig það er bara mjög mikilvægt að fólk hafi það í huga að vera ekki á van búnum bílum á ferðalagi á einhverjum vegum þar sem er annað hvort hætta á miklum hviðum eða hreinlega bara ófært,“ segir Davíð. „Þannig ég hvet alla til að fylgast bara vel með veðurupplýsingum og upplýsingum um færð á vegum áður en þeir halda í einhver ferðalög, eða hinkri bara á meðan veðrið gengur yfir,“ segir Davíð Már. Seinni partinn á morgun er síðan gert ráð fyrir öðrum hvelli á Vestfjörðum og Breiðafirði og verða gular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Þá verður tekin ákvörðun síðdegis í dag um hvort rýma eigi hús á Seyðisfirði í ljósi úrkomu og skriðuhættu.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23 Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40
Víða gular viðvaranir á landinu Íbúum á höfuðborgarsvæðinu var eflaust brugðið í morgun en snjór hafði fallið víðsvegar fallið í efri byggðum borgarinnar. Veður verður með verra móti í dag en gular viðvaranir hafa verið gefnar út í fjórum landshlutum. 17. október 2021 09:23
Vara við hvassviðri og stormi á morgun Búast má við hvassviðri eða stormi víða á landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum. 16. október 2021 18:36