Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2021 20:30 Mgnús Norðdahl tekur að sér óhefðbundin mál á meðan hann býður niðurstöðu kjörbréfanefndar. vilhelm/aðsend Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. Eins og Vísir greindi frá hefur tónlistarmaðurinn og TikTok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, haldið ref sem gæludýri upp á síðkastið. Hann og refurinn, Gústi Jr., hafa vakið nokkra lukku á samfélagsmiðlareikningi Gústa. Matvælastofnun hefur reynt að stíga inn í leikinn og ná refnum af Ágústi en án árangurs. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur einnig skorað á Ágúst að afhenda refinn og koma honum í Húsdýragarðinn en það vill Ágúst ekki gera. Refurinn kominn með lögfræðiaðstoð Málið er nú komið svo langt að Ágúst hefur veitt lögmönnunum Magnúsi Davíð Norðdahl og Helga Þorsteinssyni Silva umboð til að gæta hagmuna sinna og refsins í málinu. Það er gert í gegn um Norðdahl lögmannsstofu, sem Magnús Davíð hefur átt og rekið frá árinu 2014. Hann hefur verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi og hefur kært endurtalninguna þar til kjörbréfanefndar alþingis. Í samtali við Vísi í kvöld sagðist Magnús kannast við mál refsins. „Já, þetta er komið á okkar borð, þó að annar starfsmaður á stofunni sé reyndar með þetta hjá sér," segir hann og á þá við Helga Þorsteinsson. Þannig kosningamálið á ekki hug þinn allan þessa dagana? „Nei, ég er búinn að leggja fram mína kæru og hugsa ekki meira um það mál í bili. Eins og hefur komið fram er endurkosning eina lausnin í mínum huga en ég er ekki að velta mér upp úr þessu alla daga. Nú er bara að bíða og sjá og á meðan bíður hin vinnan mín." Reykjavík Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Dýr Dýraheilbrigði Refurinn Gústi jr. Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá hefur tónlistarmaðurinn og TikTok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, haldið ref sem gæludýri upp á síðkastið. Hann og refurinn, Gústi Jr., hafa vakið nokkra lukku á samfélagsmiðlareikningi Gústa. Matvælastofnun hefur reynt að stíga inn í leikinn og ná refnum af Ágústi en án árangurs. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur einnig skorað á Ágúst að afhenda refinn og koma honum í Húsdýragarðinn en það vill Ágúst ekki gera. Refurinn kominn með lögfræðiaðstoð Málið er nú komið svo langt að Ágúst hefur veitt lögmönnunum Magnúsi Davíð Norðdahl og Helga Þorsteinssyni Silva umboð til að gæta hagmuna sinna og refsins í málinu. Það er gert í gegn um Norðdahl lögmannsstofu, sem Magnús Davíð hefur átt og rekið frá árinu 2014. Hann hefur verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi og hefur kært endurtalninguna þar til kjörbréfanefndar alþingis. Í samtali við Vísi í kvöld sagðist Magnús kannast við mál refsins. „Já, þetta er komið á okkar borð, þó að annar starfsmaður á stofunni sé reyndar með þetta hjá sér," segir hann og á þá við Helga Þorsteinsson. Þannig kosningamálið á ekki hug þinn allan þessa dagana? „Nei, ég er búinn að leggja fram mína kæru og hugsa ekki meira um það mál í bili. Eins og hefur komið fram er endurkosning eina lausnin í mínum huga en ég er ekki að velta mér upp úr þessu alla daga. Nú er bara að bíða og sjá og á meðan bíður hin vinnan mín."
Reykjavík Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Dýr Dýraheilbrigði Refurinn Gústi jr. Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira