Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2021 10:43 Steinbergur Finnbogason lögmaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. Þetta segir Steinbergur eftir að dómur var kveðinn upp í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Shpetim var ákærður fyrir að aka Angjelin að Rauðagerði þar sem Angjelin skaut Armando níu sinnum, Claudia var ákærð fyrir að hafa látið Angjelin vita um ferðir Armando og Murat var ákærður fyrir að segja Claudiu hvaða bílum hún ætti að fylgjast með. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur gagnrýnt vinnubrögð lögreglu harðlega vegna rannsóknar málsins og segir dóminn styðja þá gagnrýni. „Mér sýnist þetta vera í anda þess sem vörnin var byggð upp á, að Angjelin hafi verið einn að verki. Og spyr mig um þá staðreynd að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt þetta stærstu rannsókn sem hún hefur ráðist í og menn hljóta að fara í verulega naflaskoðun á þeim bænum og skoða þennan dóm í kjölinn og skoða þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli,“ segir Steinbergur sem var viðstaddur uppkvaðningu dómsins. „Þarna var reitt töluvert hærra til höggs heldur en ástæða var til að því er virðist í öllum tilvikum,“ segir Steinbergur. Hvers vegna þarf lögreglan að fara í naflaskoðun? „Þessi rannsókn virtist ganga út á að þarna væri um samverknað að ræða og miklu púðri eytt í þáverandi umbjóðanda minn um að hann tengdist þessu með einhverjum hætti. Mér sýnist niðurstaðan vera sú að málið sér einfaldara en lögreglan teiknaði upp og þau leiktjöld sem sett voru upp, meðal annars á fréttamannafundi sem þau héldu, þar sem þau brutu á réttindum sakborninga og sviptu þá verjendum sínum og gengu að mörgu leyti mjög undarlega fram í þessu máli á öllum stigum að því er mér virðist,“ svarar Steinbergur. Hann undirbýr nú skaðabótamál fyrir hönd Antons. „Ég tek fram að ég hef ekki lesið dóminn en mér sýnist að útkoman sýna að málið var allt einfaldara en lögreglan gekk út frá. Ég held að það hafi ekki verið ofsögum sagt að þegar fréttamannafundur var haldinn að umbjóðandi þáverandi væri tengdur málinu þá hefði legið alveg fyrir að hann tengdist þessu ekki neitt,“ segir Steinbergur og bætir við að lokum: „Mér sýnist rannsókn lögreglu vera eitthvað það mesta klúður sem ég hef séð hingað til.“ Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Þetta segir Steinbergur eftir að dómur var kveðinn upp í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Shpetim var ákærður fyrir að aka Angjelin að Rauðagerði þar sem Angjelin skaut Armando níu sinnum, Claudia var ákærð fyrir að hafa látið Angjelin vita um ferðir Armando og Murat var ákærður fyrir að segja Claudiu hvaða bílum hún ætti að fylgjast með. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur gagnrýnt vinnubrögð lögreglu harðlega vegna rannsóknar málsins og segir dóminn styðja þá gagnrýni. „Mér sýnist þetta vera í anda þess sem vörnin var byggð upp á, að Angjelin hafi verið einn að verki. Og spyr mig um þá staðreynd að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt þetta stærstu rannsókn sem hún hefur ráðist í og menn hljóta að fara í verulega naflaskoðun á þeim bænum og skoða þennan dóm í kjölinn og skoða þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli,“ segir Steinbergur sem var viðstaddur uppkvaðningu dómsins. „Þarna var reitt töluvert hærra til höggs heldur en ástæða var til að því er virðist í öllum tilvikum,“ segir Steinbergur. Hvers vegna þarf lögreglan að fara í naflaskoðun? „Þessi rannsókn virtist ganga út á að þarna væri um samverknað að ræða og miklu púðri eytt í þáverandi umbjóðanda minn um að hann tengdist þessu með einhverjum hætti. Mér sýnist niðurstaðan vera sú að málið sér einfaldara en lögreglan teiknaði upp og þau leiktjöld sem sett voru upp, meðal annars á fréttamannafundi sem þau héldu, þar sem þau brutu á réttindum sakborninga og sviptu þá verjendum sínum og gengu að mörgu leyti mjög undarlega fram í þessu máli á öllum stigum að því er mér virðist,“ svarar Steinbergur. Hann undirbýr nú skaðabótamál fyrir hönd Antons. „Ég tek fram að ég hef ekki lesið dóminn en mér sýnist að útkoman sýna að málið var allt einfaldara en lögreglan gekk út frá. Ég held að það hafi ekki verið ofsögum sagt að þegar fréttamannafundur var haldinn að umbjóðandi þáverandi væri tengdur málinu þá hefði legið alveg fyrir að hann tengdist þessu ekki neitt,“ segir Steinbergur og bætir við að lokum: „Mér sýnist rannsókn lögreglu vera eitthvað það mesta klúður sem ég hef séð hingað til.“
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Sjá meira
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53