Sony birtir fyrstu stiklu Uncharted Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2021 17:34 Mark Wahlberg (Sully) og Tom Holland (Nathan Drake). Sony Sony birti í dag fyrstu stiklu kvikmyndarinnar Uncharted með þeim Tom Holland, Mark Wahlberg, Titu Gabrielle og Antonio Banderas í aðalhlutverkum. Myndin byggir á og ber sama nafn og hin gífurlega vinsæla tölvuleikjasería eftir Naughty Dog. Tom Holland stígur í spor ævintýramannsins kjarkmikla, Nathan Drake, og Wahlberg leikur læriföður hans Sully. Saman ferðast þeir um heiminn, leita að fjársjóðum, leysa gátur og kljást við vont fólk. Leikstjóri Uncharted er Ruben Fleischer, sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra Zombieland og Venom. Til stendur að frumsýna Uncharted þann 11. febrúar. Sony birti stikluna eftir að upptaka af hluta hennar var birt á netinu. Gerð Uncharted hefur tekið langan tíma en hún hófst fyrst árið 2008. Hún flakkaði milli leikstjóra í nokkur ár og þar að auki var skipt um aðalleikarar. Spjótin beindust lengi að Nathan Fillion en svo varð Wahlberg fyrir valinu. Hann endaði þó með að leika Sully og var ákveðið að gera uppruna Drake skil á hvíta tjaldinu. Framleiðslu og frumsýningu myndarinnar var svo frestað vegna heimsfaraldursins. Bíó og sjónvarp Leikjavísir Sony Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tom Holland stígur í spor ævintýramannsins kjarkmikla, Nathan Drake, og Wahlberg leikur læriföður hans Sully. Saman ferðast þeir um heiminn, leita að fjársjóðum, leysa gátur og kljást við vont fólk. Leikstjóri Uncharted er Ruben Fleischer, sem er hvað þekktastur fyrir að leikstýra Zombieland og Venom. Til stendur að frumsýna Uncharted þann 11. febrúar. Sony birti stikluna eftir að upptaka af hluta hennar var birt á netinu. Gerð Uncharted hefur tekið langan tíma en hún hófst fyrst árið 2008. Hún flakkaði milli leikstjóra í nokkur ár og þar að auki var skipt um aðalleikarar. Spjótin beindust lengi að Nathan Fillion en svo varð Wahlberg fyrir valinu. Hann endaði þó með að leika Sully og var ákveðið að gera uppruna Drake skil á hvíta tjaldinu. Framleiðslu og frumsýningu myndarinnar var svo frestað vegna heimsfaraldursins.
Bíó og sjónvarp Leikjavísir Sony Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein