Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 19:20 Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni. Stöð 2/Arnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni. Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni.
Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20