Aron Kristjánsson: Við vorum með gott forskot mest allan leikinn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. október 2021 20:12 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Haukar unnu góðan sjö marka sigur á Gróttu í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góða forystu bróðurpart leiksins og var Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að vonum sáttur með sigurinn. „Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30