Jamie Chadwick meistari í W Series í annað sinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. október 2021 07:01 Jamie Chadwick stillir sér upp við bíl sinn eftir góðan árangur í tímatöku. Hin breska Jamie Chadwick vann W Series mótaröðina í annað sinn á COTA brautinni í Texas um helgina. Chadwick er þá orðin tvöfaldur meistari í mótaröð sem hefur bara farið fram tvisvar. Stóru liðin í Formúlu 1 hljóta að fara að veita henni meiri athygli. Chadwick hefur verið akademíu ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 síðan hún vann W Series fyrst, sem var 2019. Mótaröðin fór ekki fram í fyrra vegna Covid 19. Auk W Series keppir hún í Extreme E, raf-rallý mótaröðinni sem hóf göngu sína á þessu ári. Titlinum fylgja 15 punktar í átt að FIA ofurleyfi, sem er leyfi sem ökumenn þurfa að hafa til að keppa í Formúlu 1. Ökumenn þurfa að minnsta kosti 40 stig til að öðlast ofurleyfi. Auk þess fær hún hálfa milljón dollara eða um 65 milljónir króna. Alice Powell og Chadwick hófu helgina jafnar á stigum en eftir fyrri keppni helgarinnar var Chadwick komin með forskot. Hér má sjá helstu atvikin úr spennandi fyrri keppni á Youtube-rás W Series. Akstursíþróttir Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent
Chadwick hefur verið akademíu ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1 síðan hún vann W Series fyrst, sem var 2019. Mótaröðin fór ekki fram í fyrra vegna Covid 19. Auk W Series keppir hún í Extreme E, raf-rallý mótaröðinni sem hóf göngu sína á þessu ári. Titlinum fylgja 15 punktar í átt að FIA ofurleyfi, sem er leyfi sem ökumenn þurfa að hafa til að keppa í Formúlu 1. Ökumenn þurfa að minnsta kosti 40 stig til að öðlast ofurleyfi. Auk þess fær hún hálfa milljón dollara eða um 65 milljónir króna. Alice Powell og Chadwick hófu helgina jafnar á stigum en eftir fyrri keppni helgarinnar var Chadwick komin með forskot. Hér má sjá helstu atvikin úr spennandi fyrri keppni á Youtube-rás W Series.
Akstursíþróttir Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent