Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2021 21:21 Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé. Einar Árnason Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14