Þetta segir skólameistarinn í Olga Lísa Garðarsdóttir í samtali við Vísi, en hún sendi út póst til aðstandenda nemenda í gærkvöldi.
Hún segir marga starfsmenn í sóttkví vegna smitanna og sömuleiðis eru fjöldi nemenda í smitgát. Ákvörðun um hvort að skólinn þurfi áfram að vera lokaður verður tekin síðar í dag þegar staðan hefur verið metin. Hún segir ekki útilokað að fjarkennsla verði raunin í skólanum á næstu dögum.
„Það eru nokkrir kennarar og aðrir starfsmenn með Covid og veikir nú þegar. Aðrir eru með flensu og geta ekki kennt á morgun,“ sagði Olga í bréfi til foreldra og hvetur hún nemendur sem finni fyrir einkennum að fara í sýnatöku.
Svokallaður lokavaldagur fyrir vorönn 2022 átti að fara fram í skólanum í dag, en honum hefur verið frestað vegna stöðunnar sem uppi er.
Fréttin hefur verið uppfærð.