Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2021 11:59 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlýta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Sjá meira
Fulltrúar slökkviliðs verða þó ekki einir á ferðinni þar sem um er að ræða víðtækt samstarfsverkefni sem Alþýðusamband Íslands og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun koma meðal annars að. Hópur eftirlitsfulltrúa mun fara í atvinnuhúsnæði og ræða við fólk sem þar er búsett um ástand brunavarna og félagslegar aðstæður þess. Þannig verður hægt að kortleggja hvar, hversu margir og við hvaða aðstæður fólkið býr. Þetta er liður í úrbótatillögum stjórnvalda sem settar voru fram kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg í fyrra þar sem þrjú létust. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir verkefnið afar mikilvægt. „Maður skynjar að það sé vilji hjá stjórnvöldum að huga að breytingum á lögum og reglugerðum þannig að við getum beitt okkur betur í að tryggja öryggi þeirra sem búa hér á landi. Það hafa verið ákveðnir öruðgleikar í því að geta gengið fram með nægilega beinskeittum hætti,“ segir Jón Viðar. Þrjú létust í brunanum sem kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann kom fram að brunavarnir hafi ekki verið í samræmi við lög.vísir/Vilhelm Með þessu eigi að fást yfirsýn áður en næstu skref verða stigin. Búseta fólks í atvinnuhúsnæði hefur áður verið kortlögð en Jón Viðar segir það ekki hafa verið gert með svo markvissum hætti. Árið 2017 reyndust um þrjú til fjögur hundruð búa í atvinnuhúsnæði og Jón Viðar telur að mögulega hafi fjölgað í hópnum. „Í mínum huga er ekkert hægt að banna fólki að búa í atvinnuhúsnæði, hverfin eru bara að þróast. En löggjöfin okkar og kerfin okkar eru ekki að tala í takt við raunveruleikann. Þess vegna þurfum við að breyta löggjöfinni og reglugerðum þannig það tali við það sem er að gerast í samfélaginu. Og þá höfum við meiri og betri úrræði til að tryggja að þeir sem búa í atvinnuhúsnæði búi við sama öryggi og þeir sem búa í íbúð,“ segir Jón Viðar. Gert er ráð fyrir að kortlagningin taki um þrjá mánuði og gæti niðurstöðu verið að vænta eftir um fjóra mánuði. Vefsíðan Home Safety hefur verið sett í loftið sem hluti af kynningarefni verkefnisins og er þar hægt að nálgast upplýsingar um það á sex tungumálum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Slysavarnir Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlýta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Sjá meira