Framkvæmdastjóri ÍR ákærður fyrir að draga sér fé og strauja kortið fyrir milljónir Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2021 10:25 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært Árna Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019. Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í ákæru kemur fram að Árni eigi að hafa í fimmtán tilvikum á árunum 2018 til 2019 nýtt fjármuni félagsins til greiðslu eigin reikninga og með því að millifæra af bankareikningi ÍR og inn á eigin bankareikning. Sé litið til þess ákæruliðs sem snýr að fjárdrætti má sjá að Árni hafi greitt reikninga í eigin þágu af bankareikningi ÍR, samtals að fjárhæð 661 þúsund krónur. Var um fjórar færslur að ræða, sú hæsta í Ormsson fyrir 320 þúsund krónur. Auk þess á hann á árunum 2018 og 2019 í ellefu tilvikum að hafa millifært af bankareikningi ÍR og inn á eigin reikning, samtals fyrir 2,5 milljónir króna. Námu færslurnar á bilinu 55 til 360 þúsund króna. Golfferð, hótel og málmsteypa Árni er einnig ákærður fyrir umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri og í alls 28 skipti notað kreditkort félagsins heimildarleysi til kaupa á vörum og þjónustu til eigin atvika. Færslurnar námu á bilinu fimm til 351 þúsund, samtals tæpar 1,5 milljónir króna og var kortið meðal annars nýtt til greiðslu reikninga vegna golfferðar, í golfverslun, hótelum og málmsteypu. Þá er Árni ákærður fyrir peningaþvætti, með því að hafa aflað sjálfum sér ávinnings af fyrrgreindum brotum, samtals að fjárhæð 4,7 milljónir króna og í kjölfarið geymt eða nýtt ávinninginn í eigin þágu. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hætti í nóvember 2019 Greint var frá því í lok janúar á síðasta ári að aðalstjórn ÍR hefði þá haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar en upp hafði komist um fjárdráttinn í byrjun vetrar. Árni hafði þá látið af störfum eftir fund aðalstjórnar og Árna um miðjan nóvember 2019.
Lögreglumál Reykjavík ÍR Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira