„Dagur B Eggertsson Borgarstjóri opnaði hátiðina á sinn einlæga hátt og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp.

Bæði voru þau Dagur og Lilja sammála um mikilvægi hátíðarinnar og undirstrikuðu vægið sem liggur í nafni hátíðarinnar - List án landamæra - og hve mikilvægt það sé að afmá landamæri og brjóta niður múra þar sem list á sér engin landamæri.“

Sérstakan heiður fékk listamaður hátiðirnar í ár Steinar Svan Birgisson og snerti hann hjörtu viðstaddra með fallegu ávarpi.
„Án menningar væri manninum nær ógerlegt að geta lifað af, við þurfum andlega uppliftingu til vellíðunar og menningarauka, hana má sækja í gegnum listina.“

Bæði Lilja og Dagur komu inn á hvernig list og listafólkið okkar með sköpunarmáttinn að vopni fleytti okkur öllum í gegnum tímabilið sem við sjáum vonandi brátt fyrir endan á.

Í gær voru svo opnaðar tvær sýningar, Hugar Tvinnast í Gallerí Flæði við Vesturgötu og Í eina viku eða hundrað ár í Borgarbókasafninu Grófinni.

