Margrét Júlía fer með hlutverk Kötu litlu systur Birtu í myndinni og þykir fara á kostum. Margrét Júlía er dóttir Helgu Arnardóttir dagskrárgerðarkonu, sem skrifaði handritið að myndinni.
KIKIFe hátíðin hefur í sinni 30 ára sögu skipað sér stóran sess í þýska kvikmyndaiðnaðinum. Á hátíðinni eru sýndar hágæða kvikmyndir hvaðanæva að úr heiminum og sex þeirra komast í forval um verðlaunasæti.
Þetta eru önnur verðlaunin á rúmri viku sem kvikmyndin Birta hlýtur en aðalleikkona myndarinnar Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára sem leikur sjálfa Birtu var valin besta leikkonan á Schlingel barnamyndahátíðinni þann 16. nóvember síðast liðinn eins og fjallað var um hér á Vísi.

Birta í leikstjórn Braga Þórs Hinrikssonar verður frumsýnd á Íslandi 5. nóvember. Salka Sól Eyfeld fer með hlutverk móður þessara hæfileikaríku ungu stúlkna í myndinni. Stiklu fyrir myndina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.