Sagði fullar vínflöskur af amfetamíni óvæntan vinning í skemmtun á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2021 11:01 Starfsmenn tollgæslu fundu metamfetamínbasann í vínflöskum í trékassa í farangri mannsins. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til innflutnings á um rúmum einum og hálfum lítra af amfetamínbasa ætluðum til söludreifingar hér á landi. Efnið flutti maðurinn, Friðrik Hansson, með flugi frá Barcelona til Keflavíkurflugvallar í mars 2019. Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Í ákæru kemur fram að um hafi verið að ræða 1.560 millilítrar af vökva sem innihélt amfetamínbasa með 43 til 44 prósenta styrkleika. Tollverðir fundu fíkniefnin falin í tveimur áfengisflöskum í trékassa í farangri mannsins. Í dómnum segir að tollverðir hafi stöðvað manninn og leitað í farangri hans eftir að grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni meðferðis í flöskum. Við strokupróf hafi komið svörun á metamfetamín. Ennfremur segir að við rannsókn á bankareikningum ákærða hafi komið í ljós 300 þúsund króna innborgun daginn áður en hann kom til landsins. Ekki hafi fundist skýring á innborguninni. Ólíkar sögur af því hvernig flöskurnar komust í hendur hans Maðurinn gaf lögreglu mismunandi sögu af því hvernig flöskurnar komust í hans hendur á Spáni. Í fyrri skýrslutöku sagðist hann að honum hafi verið boðnar vínflöskur á heimili á Spáni. Í síðari útgáfu sagðist hann hafa unnið flöskurnar í „einhverri þraut á hverfishátíð á golfsvæði“. Sagði hann „náunga“ hafa talað hann inn á að taka flöskurnar með til Íslands og hann hafi átt að geyma þær vel. Karlmaðurinn sagðist hafa hitt mennina við hótelið sem hann hafi verið á og farið með þeim á hátíðina. Hann hafi hins vegar ekki munað hver hafi átt upptökin að því að hann tæki flöskurnar með sér og kvaðst vera viss um að hann hafi verið notaður sem burðardýr. Ótrúverðugur Í dómnum segir að framburður ákærða hafi verið ótrúverðugur. Þykir sannað, meðal annars með játningu ákærða, að hann hafi vitað af flöskunum í farangri sínum þegar hann kom til Íslands 9. mars 2019. Hann verði því sakfelldur fyrir að hafa flutt efnið til landsins með þeim hætti sem rakið er í ákæru. Maðurinn hlaut dóm í maí og því sé um að ræða hegningarauka. Hann er sömuleiðis dæmdur til greiðslu málsvarnarlauna verjenda, samtals 1,5 milljón króna, auk sakarkostnaðar. Til frádráttar tveggja ára fangelsisvistar kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærði sætti frá 10. til 26. mars 2019.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira