Talibanar vilja aðgang að frystum sjóðum: „Látið okkur fá okkar eigin peninga“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2021 16:50 Landamæraverðir Talibana á ferð í Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Ríkisstjórn Talibana í Afganistan vill fá aðgang að sjóðum ríkisins erlendis. Fyrrverandi ríkisstjórn landsins geymdi milljarða dala í seðlabönkum í Bandaríkjunum og Evrópu en þeir sjóðir hafa verið frystir eftir valdatöku Talibana. Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss. Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Þurrkar hafa komið verulega niður á uppskeru í landinu og stendur þjóðin frammi fyrir mögulegri hungursneyð og frekari fólksflótta. Því vilja Talibanar koma höndum yfir sjóði Afganistans erlendis. „Þessi peningar eru eiga afgönsku þjóðarinnar. Látið okkur fá okkar eigin peninga,“ sagði talsmaður fjármálaráðuneytis Talibana í viðtali við Reuters. Fréttaveitan hefur einnig eftir að honum að það sé siðferðislega rangt að frysta sjóðina og það brjóti gegn alþjóðalögum og gildum heimsins. Sjá einnig: Aftökur og aflimanir hefjast á ný Shah Mehrabi, sem situr í stjórn Seðlabanka Afganistans, sagði Reuters að veita þyrfti Talibönum aðgang að sjóðunum. Annars hefði það mikil áhrif á Evrópu. Að Afganar myndu hvorki geta fundið sér mat né haft efni á honum. Vestræn ríki hafa ekki viljað viðurkenna ríkisstjórn Talibana formlega en vilja þó koma í veg fyrir að hagkerfi ríkisins hrynji alfarið. Sjá einnig: Stúlkum bannað að sækja miðskóla í Afganistan Með brottför Bandaríkjanna og annarra bakhjarla fyrrverandi ríkisstjórnar landsins frá Afganistan sitja Talibanar eftir með mun minni tekjur en áður. Ríkisrekstur Afganistans var að stærstum hluta keyrður áfram á fjárveitingum erlendis frá og þær eru verulega takmarkaðar núna. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Bandaríkin myndu veita Afganistan 144 milljónir dala í neyðaraðstoð vegna ástandsins þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post á sú aðstoð að fara í gegnum óháð hjálparsamtök sem muni styðja afgönsku þjóðina með beinum hætti. þar með taldir væru flóttamenn frá Afganistan í öðrum ríkjum. Mehrabi sagði Reuters þó að Talibanar þyrftu 150 milljónir á mánuði til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Án þess muni afganskir innflytjendur ekki geta flutt inn vörur og nauðsynjar. Vill hann sérstaklega að Talibanar fái aðgang að rúmlega fimm hundruð milljónum dala í Þýskalandi og nefndi einnig um 660 milljónir í Sviss.
Afganistan Bandaríkin Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00 Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34 Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25. október 2021 09:00
Mannskæð sprenging í Kandahar Að minnsta kosti 32 létust og 45 særðuðust þegar sprengja sprakk í borginni Kandahar í Afganistan í morgun. Sprengja sprakk í Sjítamoskunni sem kennd er við Bibi Fatima á meðan föstudagsbænir stóðu yfir. 15. október 2021 09:34
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00
Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00