Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Snorri Másson skrifar 29. október 2021 19:45 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. Frestur rann út í dag til að kæra framkvæmd nýliðinna kosninga til kjörbréfanefndar Alþingis. Fjöldi kæra hefur borist og nefnin gefur sér næstu viku til að koma sér saman um endanlegt álit. Rannsóknarvinna er sögð á lokametrunum en á miðvikudaginn fannst þó skyndilega atkvæði á skökkum stað í vettvangsferð. „Þetta kom auðvitað á óvart en þetta er hins vegar eitthvað sem getur alltaf gerst þegar verið er að skoða hlutina fram og til baka,“ segir Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Endurtalning sem nær ekki utan um atkvæði á borð við þetta, er það góð endurtalning? „Ég ætla ekki að tjá mig um það í sjálfu sér, en það er hins vegar þekkt að það getur komið upp villa í flokkun og getur gert það á mörgum stigum máls,“ segir Birgir Ármannsson. Heimildarmenn fréttastofu sem starfa í nefndinni eða náið með nefndarmönnum hafa lýst því þannig að upplýsingar, aðrar en umrætt atkvæði, hafi komið fram í þessari viku sem valdi því að staðan sé í raun opnari, og flóknari, en hún var fyrir viku. Þannig sé ferlið að ganga mun hægar fyrir sig en vonast var til. „Mitt mat er nú það að það hafi nú ekki orðið nein straumhvörf á einn eða annan hátt. Við erum hins vegar alltaf að bæta við upplýsingum, við erum að fylla inn í mynd,“ segir Birgir. Katrín Oddsdóttir lögmaður hefur gagnrýnt nefndina fyrir það sem hún segir að sé leyndarhyggja í meðferð gagna. Birgir vísar því á bug. Fyrri talning standi Jón Þór Ólafsson, sem var umboðsmaður lista Pírata á stórhöfuðborgarsvæðinu, telur að lýðræðislegasta niðurstaðan væri að láta fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi standa. Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór telur lagalegan grundvöll fyrir slíkri ráðstöfun. „Öll vafaatriði eru alltaf send á kjörbréfanefnd Alþingis sem fer yfir þau og getur sagt að þau séu þá ekki sammála ákveðnum vafaatkvæðum. Ef það breytir niðurstöðum kosninga verður landskjörstjórn að gefa út ný kjörbréf,“ segir Jón Þór. „Þau geta alveg eins sagt að þarna í síðari talningunni séu allavega átta atriði sem mögulega standast ekki lög og búið er að gefa út sektir vegna þeirra brota á lögum, þannig að við treystum ekki þeim atkvæðum, þau verða ekki talin gild, og þá geta þau sent slíka skýrslu á landskjörstjórn sem gefur þá út ný kjörbréf fyrir hina upprunalegu fimm þingmenn,“ segir Jón Þór. Alltaf sé þó hætta á að það skiptist eftir flokkslínum hver afstaða þingmanna er. „Ætla þingmenn hérna að sitja með þing sem mögulega er kosið á grundvelli ákærðra og dæmdra brota í kosningum? Ég held að menn hugsi sig tvisvar,“ segir Jón Þór. Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Frestur rann út í dag til að kæra framkvæmd nýliðinna kosninga til kjörbréfanefndar Alþingis. Fjöldi kæra hefur borist og nefnin gefur sér næstu viku til að koma sér saman um endanlegt álit. Rannsóknarvinna er sögð á lokametrunum en á miðvikudaginn fannst þó skyndilega atkvæði á skökkum stað í vettvangsferð. „Þetta kom auðvitað á óvart en þetta er hins vegar eitthvað sem getur alltaf gerst þegar verið er að skoða hlutina fram og til baka,“ segir Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. Endurtalning sem nær ekki utan um atkvæði á borð við þetta, er það góð endurtalning? „Ég ætla ekki að tjá mig um það í sjálfu sér, en það er hins vegar þekkt að það getur komið upp villa í flokkun og getur gert það á mörgum stigum máls,“ segir Birgir Ármannsson. Heimildarmenn fréttastofu sem starfa í nefndinni eða náið með nefndarmönnum hafa lýst því þannig að upplýsingar, aðrar en umrætt atkvæði, hafi komið fram í þessari viku sem valdi því að staðan sé í raun opnari, og flóknari, en hún var fyrir viku. Þannig sé ferlið að ganga mun hægar fyrir sig en vonast var til. „Mitt mat er nú það að það hafi nú ekki orðið nein straumhvörf á einn eða annan hátt. Við erum hins vegar alltaf að bæta við upplýsingum, við erum að fylla inn í mynd,“ segir Birgir. Katrín Oddsdóttir lögmaður hefur gagnrýnt nefndina fyrir það sem hún segir að sé leyndarhyggja í meðferð gagna. Birgir vísar því á bug. Fyrri talning standi Jón Þór Ólafsson, sem var umboðsmaður lista Pírata á stórhöfuðborgarsvæðinu, telur að lýðræðislegasta niðurstaðan væri að láta fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi standa. Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmaður Pírata. Jón Þór telur lagalegan grundvöll fyrir slíkri ráðstöfun. „Öll vafaatriði eru alltaf send á kjörbréfanefnd Alþingis sem fer yfir þau og getur sagt að þau séu þá ekki sammála ákveðnum vafaatkvæðum. Ef það breytir niðurstöðum kosninga verður landskjörstjórn að gefa út ný kjörbréf,“ segir Jón Þór. „Þau geta alveg eins sagt að þarna í síðari talningunni séu allavega átta atriði sem mögulega standast ekki lög og búið er að gefa út sektir vegna þeirra brota á lögum, þannig að við treystum ekki þeim atkvæðum, þau verða ekki talin gild, og þá geta þau sent slíka skýrslu á landskjörstjórn sem gefur þá út ný kjörbréf fyrir hina upprunalegu fimm þingmenn,“ segir Jón Þór. Alltaf sé þó hætta á að það skiptist eftir flokkslínum hver afstaða þingmanna er. „Ætla þingmenn hérna að sitja með þing sem mögulega er kosið á grundvelli ákærðra og dæmdra brota í kosningum? Ég held að menn hugsi sig tvisvar,“ segir Jón Þór.
Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41