Þetta er ein af óvæntum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hin alþjóðlega og, að því er virðist, óleysanlega allsherjarseinkun á vöruflutningum um víða veröld.
Þegar farið er í ódýru deildina í hefðbundinni dótabúð er viðbúið að flestar vörurnar þar séu framleiddar í Kína. Sá varningur er verðhækkunum undirorpinn.
Delphine Simoens, belgískur verslunarstjóri, bendir þannig á að leikfang sem kostaði 18 evrur í fyrra kostar tæpar 23 evrur í ár. Almennt eru hækkanir jafnvel meiri. Gámur fullur af alls konar skemmtilegu frá Kína fæst í þessum bransa á tæpa milljón króna um þessar mundir, samanborið við tæpar 300.000 krónur fyrir tveimur árum.
„Við getum ekkert í þessu gert af því að við ráðum ekki flutningakostnað. Því miður endurspeglast þetta í verði sumra leikfanga okkar,“ segir Simoens.
Vandinn er helst bundinn við innflutt leikföng frá Kína en þau evrópskir framleiðendur á evrópskum mörkuðum hafa ekki orðið fyrir barðinu á þessu. Að sögn verslunarmanna mun taka einhvern tíma að leysa vandann, en lausn er þó í sjónmáli í flestum tilvikum.