Búa sig undir örtröð eftir 800 metra bílaröð um helgina Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 12:09 Fjögur smit greindust á Selfossi í gær. Vísir 800 metra löng bílaröð myndaðist í sýnatöku á Selfossi um helgina og lögregla gerir ráð fyrir mikilli örtröð í dag. 85 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeim fjölgar sem greinst hafa með veiruna eftir legu á hjartadeild. Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13