Bryndís Arna á leið til Íslandsmeistara Vals Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 17:16 Bryndís Arna í leik með Fylki síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn Framherjinn Bryndís Arna Níelsdóttir mun að öllum líkindum spila fyrir Íslandsmeistara Vals næsta sumar. Þetta herma öruggar heimildir Vísis. Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Eftir að Fylkir féll úr Pepsi Max deild kvenna í sumar var í raun strax ljóst að Bryndís Arna myndi ekki leika með liðinu í næstefstu deild. Þrátt fyrir að vera fædd árið 2003 hefur Bryndís Arna verið í lykilhlutverki hjá Fylki undanfarin tvö tímabil. Hún varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna undir lok síðasta tímabils er Fylkiskonur voru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni undir lok sumars. Bryndís Arna náði ekki sömu hæðum í sumar og hún gerði á síðasta ári en þrátt fyrir það skoraði hún samt sex mörk í 13 leikjum og ljóst að Fylkir hefði staðið betur að vígi hefði hún getað spilað alla leiki liðsins. Síðustu tvö tímabil hefur Bryndís Arna alls skorað 18 mörk í 31 leik í deild og bikar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Bryndís Arna ekki spila með Fylki á næstu leiktíð þó hún sé samningsbundin félaginu til haustsins 2022. Hún ku hafa legið undir feld undanfarið þar sem hún þurfti að ákveða hvort hún myndi skrifa undir hjá Íslandsmeisturum Vals eða bikarmeisturum Breiðabliks. Bæði lið voru eðlilega spennt fyrir leikmanninum enda var henni líkt við hollensku markamaskínuna Ruud van Nistelrooy í Pepsi Max Mörkunum á síðasta ári. Nú hefur Hrafnkell Freyr Ágústsson - einn af sparkspekingum hlaðvarpsins Dr. Football - gefið út að Bryndís Arna og Þórdís Elva Ágústsdóttir séu báðar á leiðinni til Íslandsmeistara Vals. Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru að ganga til liðs við Val.— Hrafnkell Freyr Ágústsson (@hrafnkellfreyr) November 3, 2021 Íslandsmeistarar Vals hafa verið rólegar á leikmannamarkaðnum eftir að tímabilinu lauk. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skipti endanlega yfir í Þrótt Reykjavík og Eiður Ben Eiríksson, annar af þjálfurum liðsins, tók við Þrótti Vogum sem leikur í Lengjudeild karla á næstu leiktíð. Breiðablik hefur verið öllu duglegra að sækja leikmenn en Karen María Sigurgeirsdóttir kom frá Þór/KA, belgíska landsliðskonan Alexandra Soree gekk einnig í raðir liðsins og þá kom Natasha Moraa Anasi frá Keflavík. Liðinu vantar þó enn afgerandi markaskorara en það virðist ekki vera sem Bryndís Arna muni fylla það skarð ef marka má nýjustu fréttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Valur Breiðablik Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira