„Skæðasti náriðill Bretlands“ játaði tvö morð og níð á líkum tuga kvenna og stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 09:56 David Fuller er 67 ára gamall. Hann játaði í gær að hafa myrt tvær konur á árum áður og hafa svívirt lík tuga kvenna og stúlkna. Breskur maður játaði í gær að hafa myrt tvær konur árið 1987 og að hafa níðst á tugum líka á undanförnum árum. Hinn 67 ára gamli David Fuller er talinn vera skæðasti náriðillinn í sögu Bretlands. Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira