Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fengju nýja þingmenn á kostnað Framsóknar og Pírata Heimir Már Pétursson skrifar 5. nóvember 2021 19:32 Undirbúningskjörbréfanefnd stefnir að því að ljúka skoðun sinni á meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi fyrir lok næstu viku. vísir/egill Samfylkingin fengi kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi á kostnað þriðja þingmanns Framsóknarflokksins í kjördæminu ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig uppbótarþingmanni. Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis lýkur væntanlega innan viku skoðun sinni á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi þar sem í megindráttum má sjá fyrir sér þrjár mögulegar niðurstöður. Að fyrri talning atkvæða í kjördæminu verði látin gilda, seinni talningin gildi eða að boðað verði til uppkosninga í kjördæminum. Slík kosning færi fram á sömu forsendum og kosningarnar hinn 25. september, sömu framboðslistar yrðu í boði og farið yrði eftir sömu kjörskrá og þá var í gildi. Ef boðað yrði til uppkosninga gætu úrslitin að sjálfsögðu orðið önnur en í nýliðnum alþingiskosningum. Það þýðir að breyting gæti orðið á skiptingu kjördæmakjörinna þingmanna í kjördæminu og á útdeilingu jöfnunarþingmanna á landsvísu. Og það yrði einmitt raunin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Hér sést fjöldi þingmanna hvers flokks eins og hann er núna eftir kosningarnar í dökklituðu súlunum og eins og fjöldinn yrði samkvæmt könnun Maskínu í ljósari súlunum.Grafík/Helgi Samkvæmt könnuninni sem gerð var frá 26. október til 4. nóvember breytist fylgi flestra flokka í kjördæminu lítið nema fylgi Samfylkingarinnar sem eykst úr 6,9 prósentum í 8,9 eða um tvö prósentustig. Það dygði Samfylkingunni til að ná inn manni í kjördæminu sem hún hafði ekki áður og Framsóknarflokkurinn missir þriðja þingmann sinn þar. Þannig myndi Halla Signý Kristjánsdóttir víkja af þingi fyrir Valgarði Lyngdal Jónssyni. Svona lítur listi kjördæmakjörinna þingmanna Norðvesturkjördæmis út í dag þar sem Bergþór Ólason er að auki jöfnunarþingmaður. Samkvæmt könnun Maskínu dytti Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki út af þingi og Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylkingu kæmi inn í hennar stað.Grafík/Helgi Ef könnun Maskínu gengi eftir yrði líka breyting á jöfnunarþingönnum í Suðvesturkjördæmi. Píratinn Gísli Rafn Ólafsson dytti út af þingi og í hans stað kæmi Arnar Þór Jónsson inn á þing sem fimmti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Svona liti þingmannalistinn í Suðvesturkjördæmi út samkvæmt könnun Maskínu. Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki kæmi inn sem annar jöfnunarþingmaður kjördæmisins og tæki þar með sæti Gísla Rafns Ólafssonar Pírata.Grafík/Helgi Þetta myndi þó ekki breyta samanlögðum þingmannafjölda stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn færi úr 17 þingmönnum í átján, Framsóknarflokkurinn úr þrettán í tólf stjórnarmeginn og Píratar færu úr sex þingmönnum í fimm en Samfylkingin úr sex í sjö stjórnarandstöðumeginn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar. 1. október 2021 15:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis lýkur væntanlega innan viku skoðun sinni á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi þar sem í megindráttum má sjá fyrir sér þrjár mögulegar niðurstöður. Að fyrri talning atkvæða í kjördæminu verði látin gilda, seinni talningin gildi eða að boðað verði til uppkosninga í kjördæminum. Slík kosning færi fram á sömu forsendum og kosningarnar hinn 25. september, sömu framboðslistar yrðu í boði og farið yrði eftir sömu kjörskrá og þá var í gildi. Ef boðað yrði til uppkosninga gætu úrslitin að sjálfsögðu orðið önnur en í nýliðnum alþingiskosningum. Það þýðir að breyting gæti orðið á skiptingu kjördæmakjörinna þingmanna í kjördæminu og á útdeilingu jöfnunarþingmanna á landsvísu. Og það yrði einmitt raunin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Hér sést fjöldi þingmanna hvers flokks eins og hann er núna eftir kosningarnar í dökklituðu súlunum og eins og fjöldinn yrði samkvæmt könnun Maskínu í ljósari súlunum.Grafík/Helgi Samkvæmt könnuninni sem gerð var frá 26. október til 4. nóvember breytist fylgi flestra flokka í kjördæminu lítið nema fylgi Samfylkingarinnar sem eykst úr 6,9 prósentum í 8,9 eða um tvö prósentustig. Það dygði Samfylkingunni til að ná inn manni í kjördæminu sem hún hafði ekki áður og Framsóknarflokkurinn missir þriðja þingmann sinn þar. Þannig myndi Halla Signý Kristjánsdóttir víkja af þingi fyrir Valgarði Lyngdal Jónssyni. Svona lítur listi kjördæmakjörinna þingmanna Norðvesturkjördæmis út í dag þar sem Bergþór Ólason er að auki jöfnunarþingmaður. Samkvæmt könnun Maskínu dytti Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki út af þingi og Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylkingu kæmi inn í hennar stað.Grafík/Helgi Ef könnun Maskínu gengi eftir yrði líka breyting á jöfnunarþingönnum í Suðvesturkjördæmi. Píratinn Gísli Rafn Ólafsson dytti út af þingi og í hans stað kæmi Arnar Þór Jónsson inn á þing sem fimmti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Svona liti þingmannalistinn í Suðvesturkjördæmi út samkvæmt könnun Maskínu. Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki kæmi inn sem annar jöfnunarþingmaður kjördæmisins og tæki þar með sæti Gísla Rafns Ólafssonar Pírata.Grafík/Helgi Þetta myndi þó ekki breyta samanlögðum þingmannafjölda stjórnarflokkanna annars vegar og stjórnarandstöðuflokkanna hins vegar. Sjálfstæðisflokkurinn færi úr 17 þingmönnum í átján, Framsóknarflokkurinn úr þrettán í tólf stjórnarmeginn og Píratar færu úr sex þingmönnum í fimm en Samfylkingin úr sex í sjö stjórnarandstöðumeginn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44 Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar. 1. október 2021 15:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd á vettvang talningar í Borgarnesi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fundar í dag á hótel Borgarnesi þar sem talning fór fram í Norðvesturkjördæmi í nýafstaðnum alþingiskosningum. Formaður nefndarinnar segir mikilvægt að nefndin vandi til verka þótt æskilegt væri að uppkosning færi fram sem fyrst ef niðurstaðan yrði að endurtaka þyrfti kosningarnar í kjördæminu. 19. október 2021 11:44
Yfirstjórn í NV biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar Yfirkjörstórn í Norðvesturkjördæmi biður frambjóðendur til Alþingis og kjósendur afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað við talningu atkvæða í kjördæminu. Yfirkjörstjórnin harmar þá stöðu sem upp er komin. Framkvæmd kosninga hefur bæði verið kærð til lögreglu og kjörbréfanefndar. 1. október 2021 15:39