Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2021 07:00 Bílastæði við Gígaverksmiðju Tesla. Rauður hringur hefur verið settur utan um bleikan bíl aftan á flutningabíl. Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent
Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent