Josh Allen gerði Josh Allen lífið leitt í óvæntasta sigri NFL-tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 11:00 Josh Allen fagnar hér leikstjórnendafellu sinni á nafna sínum Josh Allen. AP/Phelan M. Ebenhack Það er ekki oft sem alnafnar mætast inn á vellinum en það gerðist í leik Buffalo Bills og Jacksonville Jaguars í NFL-deildinni í gær. Það sem meira var að einvígi þeirra átti mikinn þátt í úrslitum leiksins sem voru ein þau óvæntustu í langan tíma. Það var annars mikið um óvænt úrslit í leikjum NFL-deildarinnar í gærkvöldi en sex af sjö liðum sem sátu í úrslitakeppnissæti fyrir leikina töpuðu leikjum sínum. Óvæntust úrslit dagsins var þó án vafa þegar Jacksonville Jaguars vann 9-6 sigur á Buffalo Bills. Buffalo Bills mætti til leiks sem heitasta lið deildarinnar og lið sem menn sjá fyrir sér fara alla leið í Super Bowl. Jaguars hafði aftur á móti aðeins unnið einn leik á tímabilinu og sá kom í London. JOSH ALLEN RECOVERS A JOSH ALLEN FUMBLE.Did that just happen?! @JoshAllen41_ : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/M03DfbpD4L— NFL (@NFL) November 7, 2021 Buffalo liðið tókst ekki að skora snertimark í leiknum og aðeins sex stig í heildina. Heimamönnum í Jaguars nægði því þrjú vallarmörk til að tryggja sér sigurinn. Það var þó einvígi Josh Allen, leikstjórnanda Buffalo Bills og nafna hans Josh Allen í vörn Jacksonville Jaguars sem stal fyrirsögnunum. Það var ekki aðeins að aflnafnarnir væru að mætast heldur náði Jaguars Johs Allen leikstjórnendafellu á nafna sinn. Þar með var ekki öll sagan sögð því hann komst líka inn í sendingu frá Josh Allen og náði síðan einnig boltanum eftir að leikstjórnandi Bills missti hann frá sér. JOSH ALLEN INTERCEPTS JOSH ALLEN. : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/khMlsifwbs— NFL (@NFL) November 7, 2021 Josh Allen var því maður dagsins en ekki sá Josh Allen sem menn bjuggust við. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Önnur óvænt úrslit var yfirbuðarsigur Denver Broncos, 30-16, á útivelli á móti Dallas Cowboys. Leikstjórnandinn Dak Prescott kom aftur inn í Dallas liðið en lenti á vegg eins og liðsfélagar hans. Denver komst í 30-0 í leiknum. Cleveland Browns lét útherjann Odell Beckham Jr. fara í síðustu viku en saknaði hans ekki mikið í örugum 41-16 sigri á Cincinnati Bengals. Þetta var stærsti sigur Browns á Bengals í leik Ohio-liðanna síðan 1987. Hlauparinn Nick Chubb fór 137 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Baltimore Ravens vann upp fjórtán stiga forskot Minnesota Vikings og sparkarinn Justin Tucker tryggði liðinu 34-31 sigur í framlengingu. MAHOMES SEALS THE W. #ChiefsKingdom #GBvsKC pic.twitter.com/xRmCFETBy2— NFL (@NFL) November 8, 2021 New England Patriots vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 24-6 sigur á Carolina Panthers. Atlanta Falcons á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir 27-25 sigur á New Orleans Saints þar sem sparkarinn Younghoe Koo tryggði sigurinn á lokasekúndinni. Green Bay Packers lék án Aaron Rodgers og tapaði 7-13 á móti Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes fengu fyrir vikið mun léttara verkefni en litu áfram ekkert sérstaklega vel út. JAMES CONNER. TD MACHINE.His third TD of the day and 11th total TD of the season! #RedSea : #AZvsSF on FOX : NFL app pic.twitter.com/8H9yh4AHBu— NFL (@NFL) November 7, 2021 Arizona Cardinals lék bæði án aðalleikstjórnanda síns Kyler Murray og aðalútherjans DeAndre Hopkins en vann engu að síður 31-17 útisigur á San Francisco 49ers. Þar munaði mestu um frábæran leik hlauparans James Conner sem skoraði þrjú snertimörk í leiknum. ALL DAY IN THE END ZONE. @adrianpeterson #Titans : #TENvsLAR on NBC : https://t.co/ZIukbFRRGH pic.twitter.com/m8N72wqbH7— NFL (@NFL) November 8, 2021 Tennessee Titans sem missti besta hlaupara deildarinnar, Derrick Henry, í alvarleg meiðsli í síðasta leik, vann frábæran 28-16 sigur á Los Angeles Rams. Þetta var fimmti sigur Titans-liðsins í röð. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Atlanta Falcons 27-25 New Orleans Saints Denver Broncos 30-16 Dallas Cowboys Minnesota Vikings 31-34 Baltimore Ravens (Framlenging) Cleveland Browns 41-16 Cincinnati Bengals Buffalo Bills 6-9 Jacksonville Jaguars Houston Texans 9-17 Miami Dolphins Las Vegas Raiders 16-23 New York Giants New England Patriots 24-6 Carolina Panthers Los Angeles Chargers 27-24 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 7-13 Kansas City Chiefs Arizona Cardinals 31-17 San Francisco 49ers Tennessee Titans 28-10 Los Angeles Rams NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Það var annars mikið um óvænt úrslit í leikjum NFL-deildarinnar í gærkvöldi en sex af sjö liðum sem sátu í úrslitakeppnissæti fyrir leikina töpuðu leikjum sínum. Óvæntust úrslit dagsins var þó án vafa þegar Jacksonville Jaguars vann 9-6 sigur á Buffalo Bills. Buffalo Bills mætti til leiks sem heitasta lið deildarinnar og lið sem menn sjá fyrir sér fara alla leið í Super Bowl. Jaguars hafði aftur á móti aðeins unnið einn leik á tímabilinu og sá kom í London. JOSH ALLEN RECOVERS A JOSH ALLEN FUMBLE.Did that just happen?! @JoshAllen41_ : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/M03DfbpD4L— NFL (@NFL) November 7, 2021 Buffalo liðið tókst ekki að skora snertimark í leiknum og aðeins sex stig í heildina. Heimamönnum í Jaguars nægði því þrjú vallarmörk til að tryggja sér sigurinn. Það var þó einvígi Josh Allen, leikstjórnanda Buffalo Bills og nafna hans Josh Allen í vörn Jacksonville Jaguars sem stal fyrirsögnunum. Það var ekki aðeins að aflnafnarnir væru að mætast heldur náði Jaguars Johs Allen leikstjórnendafellu á nafna sinn. Þar með var ekki öll sagan sögð því hann komst líka inn í sendingu frá Josh Allen og náði síðan einnig boltanum eftir að leikstjórnandi Bills missti hann frá sér. JOSH ALLEN INTERCEPTS JOSH ALLEN. : #BUFvsJAX on CBS : NFL app pic.twitter.com/khMlsifwbs— NFL (@NFL) November 7, 2021 Josh Allen var því maður dagsins en ekki sá Josh Allen sem menn bjuggust við. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Önnur óvænt úrslit var yfirbuðarsigur Denver Broncos, 30-16, á útivelli á móti Dallas Cowboys. Leikstjórnandinn Dak Prescott kom aftur inn í Dallas liðið en lenti á vegg eins og liðsfélagar hans. Denver komst í 30-0 í leiknum. Cleveland Browns lét útherjann Odell Beckham Jr. fara í síðustu viku en saknaði hans ekki mikið í örugum 41-16 sigri á Cincinnati Bengals. Þetta var stærsti sigur Browns á Bengals í leik Ohio-liðanna síðan 1987. Hlauparinn Nick Chubb fór 137 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Baltimore Ravens vann upp fjórtán stiga forskot Minnesota Vikings og sparkarinn Justin Tucker tryggði liðinu 34-31 sigur í framlengingu. MAHOMES SEALS THE W. #ChiefsKingdom #GBvsKC pic.twitter.com/xRmCFETBy2— NFL (@NFL) November 8, 2021 New England Patriots vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið vann 24-6 sigur á Carolina Panthers. Atlanta Falcons á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir 27-25 sigur á New Orleans Saints þar sem sparkarinn Younghoe Koo tryggði sigurinn á lokasekúndinni. Green Bay Packers lék án Aaron Rodgers og tapaði 7-13 á móti Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes fengu fyrir vikið mun léttara verkefni en litu áfram ekkert sérstaklega vel út. JAMES CONNER. TD MACHINE.His third TD of the day and 11th total TD of the season! #RedSea : #AZvsSF on FOX : NFL app pic.twitter.com/8H9yh4AHBu— NFL (@NFL) November 7, 2021 Arizona Cardinals lék bæði án aðalleikstjórnanda síns Kyler Murray og aðalútherjans DeAndre Hopkins en vann engu að síður 31-17 útisigur á San Francisco 49ers. Þar munaði mestu um frábæran leik hlauparans James Conner sem skoraði þrjú snertimörk í leiknum. ALL DAY IN THE END ZONE. @adrianpeterson #Titans : #TENvsLAR on NBC : https://t.co/ZIukbFRRGH pic.twitter.com/m8N72wqbH7— NFL (@NFL) November 8, 2021 Tennessee Titans sem missti besta hlaupara deildarinnar, Derrick Henry, í alvarleg meiðsli í síðasta leik, vann frábæran 28-16 sigur á Los Angeles Rams. Þetta var fimmti sigur Titans-liðsins í röð. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Atlanta Falcons 27-25 New Orleans Saints Denver Broncos 30-16 Dallas Cowboys Minnesota Vikings 31-34 Baltimore Ravens (Framlenging) Cleveland Browns 41-16 Cincinnati Bengals Buffalo Bills 6-9 Jacksonville Jaguars Houston Texans 9-17 Miami Dolphins Las Vegas Raiders 16-23 New York Giants New England Patriots 24-6 Carolina Panthers Los Angeles Chargers 27-24 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 7-13 Kansas City Chiefs Arizona Cardinals 31-17 San Francisco 49ers Tennessee Titans 28-10 Los Angeles Rams
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Atlanta Falcons 27-25 New Orleans Saints Denver Broncos 30-16 Dallas Cowboys Minnesota Vikings 31-34 Baltimore Ravens (Framlenging) Cleveland Browns 41-16 Cincinnati Bengals Buffalo Bills 6-9 Jacksonville Jaguars Houston Texans 9-17 Miami Dolphins Las Vegas Raiders 16-23 New York Giants New England Patriots 24-6 Carolina Panthers Los Angeles Chargers 27-24 Philadelphia Eagles Green Bay Packers 7-13 Kansas City Chiefs Arizona Cardinals 31-17 San Francisco 49ers Tennessee Titans 28-10 Los Angeles Rams
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira