Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 17:04 Atvikið átti sér stað í orlofshúsabyggðinni að Einarsstöðum á Austurlandi. Eining-Iðja Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17