Armbönd Marie Antoinette seljast fyrir milljarð króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:03 Armböndin tvö eru úr 112 demöntum. EPA-EFE/MARTIAL TREZZINI Tvö demantsarmbönd sem eitt sinn voru í eigu síðustu drottningar Frakklands, Marie Antoinette, hafa verið seld á uppboði í Sviss fyrir rúmar átta milljónir dollara, eða rúman milljarð króna. Armböndin keypti nafnlaus maður, sem bauð í armböndin í gegn um síma. Marie Antoinette sendi armböndin úr landi áður en hún var handtekin og tekin af lífi í frönsku byltingunni. Þeim var smyglað úr landi og voru geymd af fjölskyldu hennar í meira en tvær aldir. Þetta er fyrsta skiptið sem armböndin, sem eru úr 112 demöntum, hafa verið boðin upp til sölu og seldust þau fyrir tvöfalt hærri upphæð en búist var við. Á þesu málverki sést Marie Antoinette bera umrædd armbönd um arma sína.Getty/Leemage „Armböndin minna okkur á mikilvægt tímabil í franskri sögu, á glamúr, dýrð og drama,“ sagði Francois Curiel, forstöðumaður uppboðshússins Christie's í Evrópu. Marie Antoinette fæddist í Austurríki árið 1755 og var send til Frakklands fjórtán ára gömul til að giftast Loðvík XVI verðandi konungi. Hún var tekin af lífi í fallöxi árið 1793, nokkrum mánuðum eftir að Loðvík var tekinn af lífi. Marie var fremur óvinsæl meðal fransks almúga, sem taldi hana eyðslusama og hafa slæm áhrif á konunginn. Á meðan hún beið aftöku sinnar í fangelsi sendi Marie bréf til dóttur sinnar um að hún hefði sent kistu fulla af skartgripum sem þyrfti að gæta. Marie Therese, eftirlifandi dóttir hennar, tók á móti skartgripunum þegar hún kom sjálf til Austurríkis, samkvæmt upplýsingum frá uppboðshúsinu. Frakkland Kóngafólk Sviss Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Armböndin keypti nafnlaus maður, sem bauð í armböndin í gegn um síma. Marie Antoinette sendi armböndin úr landi áður en hún var handtekin og tekin af lífi í frönsku byltingunni. Þeim var smyglað úr landi og voru geymd af fjölskyldu hennar í meira en tvær aldir. Þetta er fyrsta skiptið sem armböndin, sem eru úr 112 demöntum, hafa verið boðin upp til sölu og seldust þau fyrir tvöfalt hærri upphæð en búist var við. Á þesu málverki sést Marie Antoinette bera umrædd armbönd um arma sína.Getty/Leemage „Armböndin minna okkur á mikilvægt tímabil í franskri sögu, á glamúr, dýrð og drama,“ sagði Francois Curiel, forstöðumaður uppboðshússins Christie's í Evrópu. Marie Antoinette fæddist í Austurríki árið 1755 og var send til Frakklands fjórtán ára gömul til að giftast Loðvík XVI verðandi konungi. Hún var tekin af lífi í fallöxi árið 1793, nokkrum mánuðum eftir að Loðvík var tekinn af lífi. Marie var fremur óvinsæl meðal fransks almúga, sem taldi hana eyðslusama og hafa slæm áhrif á konunginn. Á meðan hún beið aftöku sinnar í fangelsi sendi Marie bréf til dóttur sinnar um að hún hefði sent kistu fulla af skartgripum sem þyrfti að gæta. Marie Therese, eftirlifandi dóttir hennar, tók á móti skartgripunum þegar hún kom sjálf til Austurríkis, samkvæmt upplýsingum frá uppboðshúsinu.
Frakkland Kóngafólk Sviss Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira