Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að rétt fyrir þrjú hafi borist tilkynning um að maður hafi lent í sjónum.
Strax hafi fjölmennt lið björgunarsveita verið kallað út. Þá er björgunarbátur úr Vestmannaeyjum á leið á svæðið ásamt fleiri viðbragðsaðilum.
Fjögur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru undanfarin rúman áratug. Þýsk kona fórst í Reynisfjöru í janúar 2017 og sama dag var barn á leikskólaaldri hætt komið. Um var að ræða þriðja banaslysið á áratug.
Fjallað var um slysið í janúar 2017 í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Fjórða banaslysið varð í ágúst 2017 en þá var um að ræða karlmann sem féll til jarðar á svifvæng sem hann flaug.
Að neðan má sjá hvernig aðstæður voru í Reynisfjöru í gær. Áki Pétursson tók þetta myndband í gær.
Fréttin er í vinnslu.