Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 21:17 Verðlaunahafar kvöldsins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Alls eru verðlaunin veitt í fjórum flokkum en eftirtaldir hlutu verðlaunin þetta árið: Verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur hlaut leikskólinn Aðalþing fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Verðlaun sem framúrskarandi kennari hlaut Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta. Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni hlutu Nanna Kr. Christiansen og skóla- og frístundasvið Reykjavíkur fyrir þróunarverkefnið Leiðsagnarnám. Verkefnið snýr að eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi. Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna hlutu að þessu sinni Vilhjálmur Magnússon og Vöruhúsið – miðstöð skapandi greina á Hornafirði, sem er einstakur vettvangur til kennslu í nýsköpun og list- og verkgreinum á öllum skólastigum. Þar er boðið upp á formlegt og óformlegt nám í handverki, hönnun og hugmyndavinnu þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á og hefja til vegs í samfélaginu það metnaðarfulla og vandaða starf sem unnið er með börnum og ungmennum á öllum skólastigum, að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Auk forseta Íslands veittu verðlaunin þau Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sigurður Ingi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Gerður Kristný, skáld og formaður valnefndar Íslensku menntaverðlaunanna. Skóla - og menntamál Forseti Íslands Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Alls eru verðlaunin veitt í fjórum flokkum en eftirtaldir hlutu verðlaunin þetta árið: Verðlaun fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur hlaut leikskólinn Aðalþing fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Verðlaun sem framúrskarandi kennari hlaut Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta. Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni hlutu Nanna Kr. Christiansen og skóla- og frístundasvið Reykjavíkur fyrir þróunarverkefnið Leiðsagnarnám. Verkefnið snýr að eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi. Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna hlutu að þessu sinni Vilhjálmur Magnússon og Vöruhúsið – miðstöð skapandi greina á Hornafirði, sem er einstakur vettvangur til kennslu í nýsköpun og list- og verkgreinum á öllum skólastigum. Þar er boðið upp á formlegt og óformlegt nám í handverki, hönnun og hugmyndavinnu þar sem lögð er áhersla á þverfaglega samvinnu. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á og hefja til vegs í samfélaginu það metnaðarfulla og vandaða starf sem unnið er með börnum og ungmennum á öllum skólastigum, að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Auk forseta Íslands veittu verðlaunin þau Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sigurður Ingi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Gerður Kristný, skáld og formaður valnefndar Íslensku menntaverðlaunanna.
Skóla - og menntamál Forseti Íslands Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira