Forseti Síle ákærður fyrir embættisbrot eftir uppljóstranir Pandóruskjalanna Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 10:48 Sebastián Piñera á að láta af embætti í mars á næsta ári. Engu að síður ákvað neðri deild þingsins að kæra hann vegna brota sem gætu leitt til þess að hann verði sviptur embætti. AP/Estebán Felix Neðri deild síleska þingsins kærði Sebastián Piñera forseta fyrir embættisbrot á þriðjudag. Forsetinn er sakaður um frændhygli sem kom fram í Pandóruskjölunum svonefndu. Ólíklegt er að efri deild þingsins samþykki að svipta Piñera embætti. Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu. Chile Pandóruskjölin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Naumur meirihluti neðri deildarinnar samþykkti kæruna eftir tuttugu klukkustunda þingfund. Af 155 þingmönnum greiddu 78 atkvæði með kæru en 67 gegn. Aðrir sátu hjá eða voru fjarverandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Öldungadeild þingsins ræður örlögum forsetans en ólíklegt er að það muni sakfella hann. Stjórnarandstaðan er með 24 þingsæti en 29 þarf til að setja forsetann af. Réttarhöldin í öldungadeildinni fara fram í miðri kosningabaráttu en Piñera er ekki í framboði. Stjórnarskrá Síle leyfi honum ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Kosningarnar fara fram 21. nóvember en kjörtímabili forsetans lýkur 11. mars. Pandóraskjölin, meiriháttar gagnaleki sem sýndi aflandsviðskipti áhrifafólks víða um heim, vörpuðu ljósi á hvernig sonur Piñera notaði aflandsfélög á Bresku Jómfrúareyjum til að selja Dominga-námuverkefni sem fjölskyldan átti hlut í. Salan var háð því að ríkisstjórn Síle ákvæði að gera svæðið að náttúruverndarsvæði. Ríkisstjórn Piñera kaus að gera það ekki, þrátt fyrir mótbárur náttúruverndarsamtaka. Piñera hélt því fram á sínum tíma að hann hefði ekki komið nálægt rekstri aflandsfélaganna og hann hafi ekki einu sinni gert sér grein fyrir tengslunum við Dominga-verkefnið. Talsmenn forsetans benda á að kjörtímabil hans hafi ekki verið hafið þegar salan var samþykkt. Saksóknarar og dómstólar hafi ekki talið neitt saknæmt hafa átt sér stað þegar þeir skoðuðu það árið 2017. Allir skattar hafi verið greiddir í Síle. Ríkissaksóknari Síle segist engu að síður rannsaka málið aftur. Piñera stóð af sér hörð mótmæli sem hófust árið 2019 þar sem milljónir mótmælenda kröfðust afsagnar hans. Í upphafi beindust þau að gjaldskrárhækkunum í almenningssamgöngur í höfuðborginni Santiago en síðar þróuðust þau í allsherjarmótmæli gegn ójöfnuði í landinu.
Chile Pandóruskjölin Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira