Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti á dögunum um að fyrirtækið væri að vinna að nýjum sýndarveruleikaheim sem nefnist Metaverse. Var Zuckerberg fyrirferðarmikill í kynningu á fyrirbærinu, sem fékk mikla athygli.
Íslandsstofa virðist hafa séð sér leik á borði við að nýta athyglina sem Metaverse fékk til þess að kynna Ísland.
Þannig hefur Inspired by Iceland, herferð sem ætlað er að kynna Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn, birt nýtt myndband þar sem sjá má leikarann Jörund Ragnarsson kynna til leiks hinn svokallaða Icelandverse.
Jörundur bregður sér í hlutverk Zack Mosbergssonar í kynningunni sem er augljóslega byggð á kynningu Zuckerberg á Metaverse.
Sjá má myndbandið hér að neðan.