Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2021 14:01 Lögmaðurinn Kevin Gough (vinstri) og William „Roddie“ Bryan (hægri) í dómsal í Georgíu. AP/Stephen B. Morton Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. Kevin Gough, sem er verjandi William „Roddie“ Bryan, sagði við Timothy Walmsley, dómara, að hann hafði áhyggjur af því að vera Sharptons í dómsalnum hefði verið ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem eru flestir hvítir. Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Þeir voru þó ekki handteknir fyrir en um tíu vikum seinna, eftir að myndband sem Bryan tók úr bíl sínum var birt á netinu. Greg starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Dauði Arbery vakti mikla athygli eftir að myndbandið var birt í byrjun maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Al Sharpton og mannréttindalögmaðurinn Ben Crump sátu réttarhöldin með fjölskyldu Arbery á miðvikudaginn en áður en þau hófust héldu þeir blaðamannafund og bænastund, samkvæmt frétt USA Today. Sharpton gagnrýndi það að kviðdómendur málsins endurspegluðu ekki samsetningu samfélagsins í Brunswick. Um fjórðungur íbúa væru svartir á hörund en aðeins einn af tólf kviðdómendum væri svartur. Sagði veru Sharptons ógna kviðdómendum Gough sagði að vera Sharptons í dómsalnum á miðvikudaginn hafi verið ætlað að ógna kviðdómendum, sem eru flestir hvítir á hörund, og ekki væri tækt að fleiri svartir prestar kæmu í salinn. „Augljóslega geta þau ekki haft of marga presta,“ sagði Gough í dómsal í gær. „Ef presturinn þeirra er núna Al Sharpton þá er það í góðu lagi, en það má ekki vera meira en það. Við viljum ekki að fleiri svartir prestar komi hingað inn, sitji með fjölskyldu fórnarlambsins og reyni að hafa áhrif á kviðdómendur.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Gough ekki hafa vitað af Sharpton í salnum fyrr en málaferlunum var lokið á miðvikudaginn. Vissu ekki af prestinum í salnum Annar lögmaður feðganna sagðist ekki hafa vitað af Sharpton í dómsal og sagðist ekki hafa tekið eftir neinu umstangi í kringum veru hans þar. Saksóknarinn Linda Dunikoski sagðist sömuleiðis ekki hafa haft hugmynd um að Sharpton væri í salnum og sagði það rétt hans, þar sem málaferlin væru opin. Við það greip Gough inn í og vísaði í Sanders, ofursta, stofnanda KFC. „Ef fullt af fólki kæmi hérna inn klætt eins og Sanders ofursti með hvíta grímur, sitjandi aftast í salnum, ég meina, það væri…“ Dómarinn stöðvaði hann þá. Gough lagði ekki fram formlega beiðni um að svörtum prestum yrði meinaður aðgangur að réttarhöldunum enda gaf dómarinn í skyn að hann myndi ekki verða við henni. Hann sagði það að enginn hefði tekið eftir Sharpton í salnum væri til marks um að hann hefði ekkert gert af sér. Dómarinn sagðist ekki ætla að meina fólki aðgang að salnum af tilefnislausu. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Kevin Gough, sem er verjandi William „Roddie“ Bryan, sagði við Timothy Walmsley, dómara, að hann hafði áhyggjur af því að vera Sharptons í dómsalnum hefði verið ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem eru flestir hvítir. Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Þeir voru þó ekki handteknir fyrir en um tíu vikum seinna, eftir að myndband sem Bryan tók úr bíl sínum var birt á netinu. Greg starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Dauði Arbery vakti mikla athygli eftir að myndbandið var birt í byrjun maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Al Sharpton og mannréttindalögmaðurinn Ben Crump sátu réttarhöldin með fjölskyldu Arbery á miðvikudaginn en áður en þau hófust héldu þeir blaðamannafund og bænastund, samkvæmt frétt USA Today. Sharpton gagnrýndi það að kviðdómendur málsins endurspegluðu ekki samsetningu samfélagsins í Brunswick. Um fjórðungur íbúa væru svartir á hörund en aðeins einn af tólf kviðdómendum væri svartur. Sagði veru Sharptons ógna kviðdómendum Gough sagði að vera Sharptons í dómsalnum á miðvikudaginn hafi verið ætlað að ógna kviðdómendum, sem eru flestir hvítir á hörund, og ekki væri tækt að fleiri svartir prestar kæmu í salinn. „Augljóslega geta þau ekki haft of marga presta,“ sagði Gough í dómsal í gær. „Ef presturinn þeirra er núna Al Sharpton þá er það í góðu lagi, en það má ekki vera meira en það. Við viljum ekki að fleiri svartir prestar komi hingað inn, sitji með fjölskyldu fórnarlambsins og reyni að hafa áhrif á kviðdómendur.“ Samkvæmt AP fréttaveitunni sagðist Gough ekki hafa vitað af Sharpton í salnum fyrr en málaferlunum var lokið á miðvikudaginn. Vissu ekki af prestinum í salnum Annar lögmaður feðganna sagðist ekki hafa vitað af Sharpton í dómsal og sagðist ekki hafa tekið eftir neinu umstangi í kringum veru hans þar. Saksóknarinn Linda Dunikoski sagðist sömuleiðis ekki hafa haft hugmynd um að Sharpton væri í salnum og sagði það rétt hans, þar sem málaferlin væru opin. Við það greip Gough inn í og vísaði í Sanders, ofursta, stofnanda KFC. „Ef fullt af fólki kæmi hérna inn klætt eins og Sanders ofursti með hvíta grímur, sitjandi aftast í salnum, ég meina, það væri…“ Dómarinn stöðvaði hann þá. Gough lagði ekki fram formlega beiðni um að svörtum prestum yrði meinaður aðgangur að réttarhöldunum enda gaf dómarinn í skyn að hann myndi ekki verða við henni. Hann sagði það að enginn hefði tekið eftir Sharpton í salnum væri til marks um að hann hefði ekkert gert af sér. Dómarinn sagðist ekki ætla að meina fólki aðgang að salnum af tilefnislausu.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52