Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 22:01 Rannveig Þórisdóttir er sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. vísir/arnar Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig. Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira
Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig.
Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira