Velþóknun á iðrun og einlægni en ekki meðvirkni með geranda Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:25 Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, (t.h) líkaði við færslu Helga Jóhannessonar (t.v.) þar sem hann lýsti iðrun yfir hegðun sinni í garð kvenna. Vísir/samsett Forseti Hæstaréttar segist hafa líkað við Facebook-færslu Helga Jóhannesonar lögmanns þar sem hann hafi kunnað að meta iðrun og einlægni sem fólst í henni. Hann hafnar því að Hæstiréttur sé meðvirkur með gerendum kynferðislegrar áreitni. Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar. Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Helgi lét af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum hans og snertingu á vinnustaðnum. Þá er Helgi sagður hafa áreitt aðra konu kynferðislega í kringum aldamótin. Telma Halldórsdóttir lögmaður og vinkona konunnar skilaði skömminni fyrir hennar hönd eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í færslu sem Helgi skrifaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi baðst hann afsökunar á heðgun sinni og sagðist ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, mógðað og látið samferðarfólki hans líða illa í návist hans. Athygli vakti að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Karl Axelsson, hæstaréttardómari, líkuðu við færslu Helga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, lögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gaf í skyn að íslenska réttarkerfið væri haldið „gerendameðvirkni“ í Facebook-færslu sem hún ritaði í gærkvöldi. Í annarri færslu sagði Guðfinna að Karl hefði fjarlægt hana af vinalista sínum og lokað á hana á Facebook eftir að hún birti upphaflega færslu sína með gagnrýni á þá Benedikt. Benedikt segir þá gagnrýni ómaklega og vísar á bug að gerendameðvirkni sé við Hæstarétt í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Ég like-aði færslu Helga vegna þess að ég kunni að meta þá iðrun og einlægni sem fólst í henni. Batnandi manni er best að lifa,“ segir í svari Benedikts. Telur tjáninguna rúmast innan marka siðareglna dómara Skammt er liðið frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, gagnrýndi Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, fyrir umdeilda framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Helgi Magnús hafði þá líkað við færslu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birti brot úr lögregluskýrslu af ungri konu sem gerði sátt við Kolbein Sigþórsson, landsliðsmann í knattspyrnu, vegna ofbeldis á skemmtistað. Áslaug Arna sagði það mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með slíkum hætti á samfélagsmiðlum. Benedikt segir í svari sínu til Vísis að samkvæmt siðareglum dómara skuli þeir ávalt gæta varkárni í opinberri umfjöllun um umdeild og viðkvæm málefni, þar á meðal á samfélagsmiðlum. „Ég tel að tjáning mín með þessum hætti rúmist vel innan þeirra marka,“ segir forseti Hæstaréttar.
Dómstólar Samfélagsmiðlar MeToo Tengdar fréttir Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Yfirlögfræðingur Landsvirkjunar semur óvænt um starfslok Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi. 26. október 2021 17:45
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34