SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 20:00 Á köflum neistaði á milli forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Pallborðinu í dag. Stöð 2/Ragnar Visage Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14