Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2021 23:13 Flóðin ollu gífurlegu tjóni í Bresku-Kólumbíu. AP/Jonathan Hayward Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð. Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Minnst einn er dáinn en fjölmargra er saknað og er búist við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC). Reuters fréttaveitan segir mögulegt að engar aðrar náttúruhamfarir hafi valdið eins kostnaðarsömu tjóni í sögu Kanada. Vatn er nú að hörfa en aðstæður er samt erfiðar fyrir björgunarsveitir og er takmarkað aðgengi að fjölda bæja í fylkinu. Neyðarástandi hefur veri lýst yfir og ríkisstjórn Kanada hefur heitið því að koma íbúum til hjálpar og aðstoða við endurbyggingu. Verið er að kalla út hermenn og senda til aðstoðar við íbúa og á verkefni hersins að standa yfir í minnst 30 daga. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 4 sem sýnir meðal annars bændur á sæsleðum koma kúm til bjargar í flóðunum. Skógareldar gera flóðin verri Í frétt CBC segir að umfangsmiklir skógareldar í Bresku-Kólumbíu að undanförnu eigi stóran þátt í flóðunum. Rigningin hefur verið gífurleg frá síðustu helgi og þá mikil á svæðum þar sem skógar- og gróðureldar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Sú jörð dregur í sig mun minna vatn en eðlilegt getur talist og þá sérstaklega í kjölfar þurrka, eins og hafa verið í Bresku-Kólumbíu. Til marks um það bendir CBC á að í Washington-ríki í Bandaríkjunum, þar sem miklir skógar- og gróðureldar hafa einnig logað, flæddi einnig mikið vegna sama óveðurs. Bob Freitag, sérfræðingur sem CBC ræddi við, segir að efni frá brunnum trjám sem eru að grotna niður skilji nokkurs konar vax-húð á jörðinni. Vatn renni á henni í stað þess að sökkva í jörðina og tekur með sér mjög mikið efni. Þannig myndist mikil og stórhættuleg flóð.
Kanada Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. 17. nóvember 2021 08:45